Hólmbert og Liv eignuðust dóttur eftir magnaða fæðingu

Hólmbert kveðst stoltur af mæðgunum eftir fæðinguna.
Hólmbert kveðst stoltur af mæðgunum eftir fæðinguna. Ljósmynd/Samsett mynd

Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson og fyrirsætan Liv Benediktsdóttir eignuðust sitt fyrsta barn þann 17. júlí síðastliðinn. Hólmbert tilkynnti um komu barnsins á Instagram og segir þau spennt fyrir komandi tímum.

„Þann 11.07 kom fallega dóttir okkar í heiminn eftir magnaða fæðingu. Er svo stoltur af Liv og litlu minni að það er ekki hægt að setja það í orð. Öllum heilsast vel og erum svo spennt fyrir því að takast á við þetta nýja hlutverk,“ skrifar Hólmbert.

Parið hefur verið á ferð og flugi síðustu ár en Hólmbert spilaði fótbolta með þýska liðinu Holsten Kiel. Samningur hans við liðið rann út fyrr í sumar. 

Liv hefur starfað sem fyrirsæta bæði hér á landi og erlendis síðustu ár. Hún útskrifaðist með BSc-gráðu í tölvunarfræði aðeins þremur vikum fyrir settan dag.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með frumburðinn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert