Fyrrverandi Ungfrú Ísland á von á barni

Svavar Sigmundsson og Anna Lára Orlowska eiga von á sínu …
Svavar Sigmundsson og Anna Lára Orlowska eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi fegurðardrottningin Anna Lára Orlowska og unnusti hennar, Svavar Sigmundsson yfirþjálfari handknattleiksdeildar KA, eiga von á sínu fyrsta barni saman. 

Anna Lára var krýnd Ungfrú Ísland árið 2016 og komst í kjölfarið í úrslit í Miss WM fyrir Íslands hönd. Bæði Anna Lára og Svavar eru sálfræðinemar við Háskólann í Reykjavík og trúlofuðu sig í júlí 2022. 

Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. Með færslunni birtu þau fallega mynd úr óléttumyndatöku. „Getum ekki beðið eftir að hitta litla fjársjóðinn okkar,“ skrifuðu þau í færslunni.

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert