Læsisdagatal fyrir börnin í sumar

í fyrradag „Góð lestrarkunnátta hefur ekki einungis með gott gengi í námi að gera, heldur einnig það að geta valið úr þeim tækifærum og áskorunum sem lífið hefur upp á að bjóða. Þess vegna mætti segja að í læsisuppeldi felist mikil umhyggja fyrir barninu.“ Meira »

Þekkirðu einkenni lesblindu?

18.5. Nokkur merki þess að barn gæti verið lesblint er til að mynda erfiðleikar með að þekkja stafina, lesa einföld orð þegar það á að hafa aldur til og fengið kennslu, erfiðleikar við að skrifa og í sumum tilvikum einnig erfiðleikar með að þekkja tölur. Meira »

Viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf

16.5. Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar var í gær og af því tilefni var fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna á Íslandi veitt í þriðja sinn. Að þessu sinni heiðra samtökin kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Meira »

Kennarar verða líka fyrir einelti

14.5. Rúmlega 10 prósent félagsmanna Kennarasambandsins hafa orðið fyrir einelti á vinnustað á síðustu tveimur árum. Tæp tvö prósent hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni, rúm þrjú prósent fyrir kynbundinni áreitni og um fimm prósent fyrir hótunum eða líkamlegu ofbeldi í störfum sínum. Meira »

Snap og Google sem kennslutæki

13.5. „Mér datt í hug að láta nemendur nota snappið til að leysa ýmis verkefni, svo sem að túlka ýmis hugtök með því að senda mynd á snappinu með viðeigandi texta. Viðbrögðin voru strax afskaplega jákvæð, enda eru krakkarnir flestir nokkuð sleipir í þessu forriti og nota það mikið í samskiptum sín á milli." Meira »

Hjólafjör í Fossvogsskóla

9.5. Það hefur verið líf og fjör í Fossvogsskóla undanfarna daga en Dr. Bæk hefur verið þar á ferðinni og boðið uppá á hjólaskoðun. Fossvogsskóli hefur frá 2010 verið með tvo hjóladaga í skólanum á hverju vori, þar sem allir nemendur skólans koma með hjólin sín í ítarlega ástandsskoðun, leiki og þrautabrautir. Meira »

Náðu að sýna sitt allra besta

3.5. Sigurlið Heiðarskóla í Skólahreysti, þau Ingibjörg, Bartosz, Eyþór, Ástrós, Hildur, Jóna og Andri söfnuðust saman á skrifstofu skólastjóra í morgun og ræddu við mbl.is um keppnina. Þau hafa æft mjög markvisst fyrir keppnina frá því í janúar. Meira »

Skemmtilegt í skólanum?

30.4. Skólakvíði getur stafað af mörgum þáttum; svo sem einelti, námsörðugleikum, vanlíðan vegna aðskilnaðar við foreldri, ýmiskonar heimilisaðstæðum sem börn upplifa sem álag svo sem skilnaði, veikindum, dauðsfalli, neyslu einhvers/einhverra í fjölskyldunni og fleiri þáttum. Meira »

Heimavinnan og hamingjan

26.4. Flestir foreldrar kannast við að það er ekki alltaf tóm gleði þegar ungviðið á að sinna heimavinnu á bænum. Barnið langar stundum að gera nokkurn veginn allt nema reikna heima eða hvað það nú er sem bíður, jafnvel taka til í herberginu sínu, og foreldrana langar að gera allt nema sinna hlutverki heimavinnuharðstjórans, jafnvel ganga frekar frá þvottinum. Meira »

Góður grunnur er lykill að læsi

16.11. „Það er mikilvægt að fylgjast vel með og greina þau börn strax sem þurfa á aðstoð að halda á öllum sviðum máls og tals. Ef við ætlum að ná betri árangri í læsi í alþjóðlegum samanburði þá verðum við að byrja á grunninum,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og höfundur forritsins Íslenski málhljóðamælinn. Meira »

Hvernig er skólastofa 21. aldar?

5.5. Ýmiskonar breytingar hafa átt sér stað í á skólastarfi, kennsluháttum og aðferðafræði kennslu á undanförnum árum en á sama tíma hafa skólastofur lítið breyst. En er þörf á breytingum þar? Meira »

Yngri börn komast á leikskóla í haust

2.5. Breytingar hafa verið gerðar á reglum um leikskólaþjónustu Reykjavíkurborgar vegna nýrra ungbarnadeilda, en leikskólar sem starfrækja skilgreindar ungbarnadeildir munu fá heimild haustið 2018 til að bjóða börnum yngri en 18 mánaða leikskólavist, eftir því sem biðlisti og aðstæður leyfa hverju sinni. Meira »

Hver er þessi Olweus?

29.4. Foreldrar barna á grunnskólaaldri kannast margir við umsagnir skólanna þess efnis að þeir taki þátt í eineltisáætlun Olweuesar. Sennilega hugsa flestir að það sé fínt að áætlun sé í gangi og kerfi sem bregst við. En hver er þessi Olweus? Meira »

Bókaormar út um allt

4.2. „Ef marka má nýjustu kannanir og þau viðbrögð sem ég fæ þegar ég mæti í skólana og spjalla við börnin þá virðist stór hluti þeirra vera að lesa. Og það sem meira er, þau eru að lesa sér til ánægju en ekki bara vegna þess að þau eiga að gera það í skólanum.“ Meira »