Lúðvík skírður við konunglega athöfn

10.7. Skírn yngsta prins Bretaveldis fór fram í gær við hátíðlega en þó hófstillta athöfn í konunglegu kapellunni í St. James höllini í London í gær. Honum hafði áður verið gefið nafnið Louis Arthur Charles, sem útleggst Lúðvík Artúr Karl á ylhýra. Meira »

Litla herbergið hennar Ölbu

8.7. „Fyrir mér á barnaherbergi að vera friðsæll griðarstaður fyrir barnið, þar sem því líður vel, getur fundið frið og dundað sér og leikið í ró og næði, án áreitis. Ég vil að þau geti gengið að dótinu sínu sem vísu og þekki það að hvert leikfang og hver tegund af dóti á sinn stað í herberginu.“ Meira »

Neyddist til að hætta með dóttur sína á brjósti

8.7. Tennisstjarnan Serena Williams tjáði sig opinberlega á dögunum um ákvörðunina um að hætta með dóttur sína á brjósti.   Meira »

Fyrsta skólaári Georgs prins lokið

7.7. Hinn ungi prins Georg, sonur Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju og framtíðarkonungur Breta, fagnaði stórum áfanga í gær þegar hann lauk síðasta degi skólaársins sem markar lok fyrsta skólaárs hans í „stóra skólanum“. Meira »

Heimsins versta móðir?

4.7. Móðir níu ára drengs í Bandaríkjunum var talin sú versta eftir að hafa leyft syni sínum að fara einsömlum heim með neðanjarðarlestinni í New York. Lenore Skenazy gaf syni sínum lestarmiða, kort af borginni og pening, ef eitthvað skyldi koma upp á. Meira »

10 hlutir sem svefnvana foreldrar hafa gert

2.7. Í rannsókn sem var fjallað um á fjölskylduvef mbl.is nýlega var fjallað um svefnleysi nýbakaðra foreldra. Í rannsókninni voru einnig birtar tíu játningar svefnvana foreldra. Meira »

Öðruvísi gjafir fyrir nýbakaða foreldra

30.6. Nú þegar barnið er komið í heiminn tekur við nýr kafli. Hér eru fimm hugmyndir að óhefðbundnum gjöfum fyrir nýbakaða foreldra, sem auðvelda þeim lífiðl Meira »

Dauðskammaðist sín fyrir foreldrana

26.6. Hún kann að eiga tvær stærstu stjörnur tónlistarbransans fyrir foreldra en það virðist litlu skipta hversu merkilegir foreldrar manns eru - það er alltaf hægt að skammast sín fyrir þá. Meira »

Langar þig að smíða rúm fyrir barnið þitt?

25.6. Finnurðu ekki rétta rúmið fyrir barnið þitt? Þú getur þá smíðað það sjálf/ur. María Gomez smíðaði sjálf rúmið fyrir barnið sitt og gefur hér lesendum Fjölskyldunnar uppskriftina Meira »

Móðirin; útkeyrða ofurhetjan

21.6. Ég hef lengi ætlað að skrifa þennan pistil, en hef bara ekki haft tíma þar sem ég hef verið að smyrja nesti, skutla á æfingar, kenna ensku, skrifa ritgerðir, hlusta á heimalestur og kvitta, mæta á fótboltamót, elda hollan mat, þvo þvott, þrífa, fara í búðina, fara aftur í búðina... Meira »

Ég held þau elsk'ann!

18.6. „Ég held þau elski hann x,“ skrifaði Viktoría á Instagram í gær í tilefni af alþjóðlegum feðradegi sem reyndar fór framhjá flestum Íslendingum, sem höfðu öðrum hnöppum að hneppa í rigningunni í gær. Meira »

Litla-Afríka í Lóuhólum

1.7. Ástin dró Patience Karlsson til Íslands, eins og svo oft þegar útlendingar ákveða að flytja hingað út á mitt ballarhaf, þar sem sumrin eru kaldari en vetur víðast á jarðkringlunni. Meira »

George felldi tár eftir ræðu Amal

28.6. Amal og George Clooney héldu nýlega upp á eins árs afmæli tvíbura sinna, Ellu og Alexanders, í faðmi fjölskyldunnar. Daginn eftir flutti Amal svo hjartnæma ræðu til George að hann felldi tár. Meira »

Fjölskyldan sameinuð á ný

26.6. „Morguninn eftir heimferðarleyfi Myrru fórum við upp á spítala. Ég settist undir stýri og var að leggja af stað þegar tárin hrundu niður. Það var eitthvað við þetta allt, við að fara aftur upp á sjúkrahús, eftir sigurinn að geta farið heim, sem bugaði mig." Meira »

Á fleygiferð eftir barnsburð

24.6. Söngstjarnan Cheryl, fyrrverandi liðsmaður stúlknabandsins Girls Aloud, hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið en hún þykir hafa komið sér í hörkuform á skömmum tíma eftir barnsburð. Hún og Liam Payne, fyrrverandi liðsmaður í One Direction, eignuðust saman soninn Bear í mars á síðasta ári. Meira »

Eugenie prinsessa fagnar föður sínum

19.6. Eugenie prinsessa deildir fallegri mynd af Andrew Prins með dætrum sínum í fyrsta sinn í tilefni feðradagsins 17. júní sl. Myndin hefur aldrei komið áður fyrir sjónir almennings en hún sýnir mikla ástúð milli föður og dætranna tveggja. Meira »

Börnin hafa kennt mér svo margt

16.6. Ragnhildur Jóhannesdóttir og Sveinn Orri Sveinsson búa í Gerðunum í Reykjavík. Þau eiga tvo flotta stráka og svo er von á lítilli prinsessu í september. Fjölskyldulífið er þó ekki alveg hefðbundið því milli næturvakta og millilandaflugs opna þau heimili sitt fyrir fötluðum og langveikum börnum. Meira »