Óheiðarlegt, segir Evert um útspil Gurrýjar

„Síðasta vigtun var einstök í sögu Biggest Loser held ég. Ég myndi aldrei gera þetta sjálfur, mér finnst þetta óheiðarlegt og mér finnst þetta óíþróttamannslegt,“ sagði Evert Víglundsson þjálfari í The Biggest Loser. Hann var síður en svo ánægður með mótþjálfara sinni, Gurrý, Guðríði Torfadóttur í 4. viku keppninnar. Gurrý mátti bjarga einum keppanda frá því að detta úr leik en í stað þess að láta samviskuna ráða ákvað hún að nota herkænsku sínu liði til góða.

„Ef að heilt lið tekur það á sig eina vikuna að missa ekki neitt eða þyngjast þá eru miklar líkur til að þau missi mikið næstu viku þar á eftir. Þetta er alveg löglegt, en siðlaust,“ segir Evert.

„Ég er mjög sjaldan pirraður, en þetta fór í taugarnar á mér, mér finnst þetta eins og að svindla í keppni. Ég efast um að þetta hafi verið ástæðan fyrir því að setja björgunina inn, að nýtingin sé að klekkja á hinu liðinu frekar en að bjarga einhverjum sem á skilið að halda áfram inni.“

Þegar leikurinn er búinn eru allir vinir

„Það eru engin illindi hjá mér og Gurrý. En við erum að keppa, og það er svona þegar menn eru að keppa þá er allt lagt í sölurnar og þegar leikurinn er búinn þá eru allir vinir.“  Evert segir það aldrei hafa gerst að hann og Gurrý verði ósátt af einhverri alvöru. „Við erum í þessu til að hjálpa fólki, það er markmiðið. Það er það sem þetta snýst um.“

Evert stendur samt við skoðun sína að útspil Gurrýjar hafi verið óíþróttamannslegt, en að hann hafi ekki látið það fara í taugarnar á sér í lengri tíma. „Það koma kannski í ljós þarna mismunandi karaktereinkenni.“

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg