Vissi ekki að hann væri skráður í Biggest Loser

Helgi Már Björnsson keppir í Biggest Loser Ísland.
Helgi Már Björnsson keppir í Biggest Loser Ísland.

„Ég var skráður af vinnufélögum mínum í keppnina, þeir sögðu mér ekki frá því,“ segir Helgi Már Björnsson sem er meðal keppenda í fjórðu þáttaröð Biggest Loser Ísland sem senn hefur göngu sína. „Ég fékk bara símhringingu og það var bara spurt hvort ég vildi koma í viðtal og ég sagði bara já,“ svarar Helgi léttur í bragði, spurður hvernig það kom til að hann ákvað að taka þátt í keppninni.

Helgi er 20 ára gamall og starfar í Rúmfatalagernum á Granda og segir það hafa verið ágætisspark í rassinn að taka þátt í keppninni en sjálfum hafði honum ekki dottið í hug að skrá sig til leiks. Hann segist þó ekki hafa hikað við að slá til þegar símtalið kom. „Ég var bara rosalega hissa og ákvað bara að gera þetta.“

Legið í leti síðustu árin

Helgi er 183 cm á hæð og vó 150 kíló við upphaf keppninnar. Spurður hvort hann hafi áður reynt með einhverjum hætti að taka sig á til að losna við aukakílóin segir Helgi Már að í rauninni hafi svo ekki verið. „Ég er eiginlega bara búinn að vera frekar latur, liggja í leti síðustu árin,“ útskýrir Helgi.

„Ég hafði glímt við ofþyngd en það er bara af því að ég gerði aldrei neitt í því. Málið er að ég hugsaði aldrei svo mikið um það fyrr en ég fékk þessa hringingu frá Biggest Loser og hugsaði; „af hverju ekki að prófa þetta?“

Vissi ekki hvað hann var búinn að koma sér út í

Hann segist ekki hafa haft miklar væntingar til keppninnar í upphafi en kveðst þó alls ekki sjá eftir því að hafa tekið þátt. Ýmislegt hafi komið á óvart og hann hafi ekki haft hugmynd um hvað hann væri búinn að koma sér út í.

Fjórða þáttaröð Big­gest Loser Ísland fer í loftið í opinni dagskrá í Sjón­varpi Sím­ans þann 21. sept­em­ber en þáttarstjórnandi er Inga Lind Karlsdóttir. Keppendur í Biggest Loser eru tólf talsins og skiptast í tvö lið, rauða og bláa liðið, sem síðan verða leyst upp í einstaklingskeppni.

Glaður að hafa tekið þátt

„Ég gerði mér ekki grein fyrir mikið af hlutum en þetta var „experience“. Ég get eiginlega ekki sagt neitt annað en að þetta er eitthvað sem hefur stór áhrif á lífið,“ segir Helgi. „Ég er glaður að hafa farið í þetta.“

Þjálfarar eru þau Evert Víglundsson og Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún jafnan er kölluð. Fjórða þáttaröðin sem senn hefur göngu sína var tekin upp á Bif­röst í Borg­ar­f­irði en í nóvember kemur í ljós hvor þjálfaranna fer með sigur af hólmi.

Frétt mbl.is: Þessir keppa í Biggest Loser Ísland

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg