Stundaði allar íþróttir sem voru í boði

Arna Vilhjálmsdóttir keppir í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland.
Arna Vilhjálmsdóttir keppir í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland.

„Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki tekið þátt. Það var bara þetta eða þá að ég væri bara komin á endastöð. Ég er mjög ánægð á hverjum einasta degi að ég hafi þorað að sækja um og svo að hafa verið valin,“ segir Arna Vilhjálmsdóttir um þátttöku sína Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína að nýju þann 21. september.

Arna tók þátt af fullum krafti en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún skráir sig til leiks. Hún kveðst vera hálfgert „Biggest Loser-nörd“ og hefur fylgst með bæði innlendum og erlendum þáttaröðum Biggest Loser. „Þetta höfðaði til mín og ég er með ógeðslega mikið keppnisskap.“

Varð að veruleika í þriðju tilraun

„Ég hafði skráð mig áður, tvisvar áður meira að segja. Í fyrstu seríunni komst ég aðeins lengra áfram og hætti sjálf við og ákvað að fara ekki lengra með þetta af því ég var að fara að byrja í háskólanum og fannst þetta einhvern veginn ekki passa þá,“ segir Arna, en hún leggur stund á nám í sagnfræði og ensku og stefnir að tvöfaldri BA-gráðu í fögunum.

„Svo í fyrra fékk ég ekkert svar og var frekar fúl þannig að núna var ég búin að ákveða að þetta væri mitt ár,“ segir Arna. Hún lagði sig fram við að skila inn vandaðri umsókn með það fyrir augum að komast loks inn í keppnina. „Það var bara núna eða ekki.“

Missti tökin í menntaskóla

Arna er 26 ára gömul og ólst upp í Neskaupstað þar sem hún lagði stund á ýmsar íþróttir í æsku en alla tíð hefur Arna verið dugleg að hreyfa sig og stunda líkamsrækt.

„Ég er utan að landi og þegar maður var yngri þá var ekkert mikið annað að gera en að vera í öllum íþróttum sem var hægt að vera í. Þannig ég var í blaki og sundi og fótbolta og skíðum og bara í öllu sem var í boði í rauninni alveg þangað til ég var á svona öðru ári í menntaskóla,“ segir Arna.

Hún segir það hafa verið á menntaskólaárunum sem eitthvað breyttist. Hún fór í heimavistarskóla, byrjaði að drekka og lagði þá minni áherslu á íþróttirnar. „Ég þorði ekkert alveg að stunda íþróttir með krökkunum sem ég þekkti ekkert, mér fannst það dálítið skrítið og þá datt ég svolítið út úr íþróttunum,“ útskýrir Arna.

Mataræðið helsta vandamálið

Í gegnum tíðina hefur hún þó verið dugleg að hreyfa sig en hún segir mataræðið löngum hafa verið sinn helsta Akkilesarhæl. „Árið 2014 tók ég mig alveg verulega á en þyngdist aftur því ég náði aldrei að koma matnum í lag, það hefur alltaf verið mitt vesen. Ég hef alveg prófað ýmislegt og ég ætlaði að komast í þetta því ég ætlaði að láta þetta virka,“ segir Arna.

Aðspurð hvaða væntingar hún hafi gert til keppninnar segir hún sitt helsta markmið hafa verið að vera með allan tímann. „Ég ætlaði númer eitt að vera ekki sú fyrsta til þess að detta út og númer tvö þá ætlaði ég að vera allan tímann því að ég vissi að ég þyrfti alla hjálp sem ég gæti fengið,“ segir Arna.

Fjórða þáttaröðin af Big­gest Loser Ísland fer í loftið í opinni dagskrá í Sjón­varpi Sím­ans þann 21. sept­em­ber. Keppendur í Biggest Loser eru tólf talsins og skiptast í tvö lið sem síðan verða leyst upp í einstaklingskeppni.

Frétt mbl.is: Þessir keppa í Biggest Loser Ísland

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg