Ekki bara „feitabollur að væla“

Ragnar Anthony Svanbergsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Ragnar Anthony Svanbergsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland

„Ég var orðinn 196 kíló þegar ég var sem mestur og var í lyftingum en mig langaði ekkert að vera svona þungur. Þetta var farið að hafa áhrif á allt sem ég gerði,“ segir Ragnar Anthony Svanbergsson. Ragnar er einn tólf keppenda í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína þann 21. september.

„Ég var í öllum íþróttum þegar ég var yngri, fór til Englands í fótboltaskóla hjá Bobby Charlton og allt þannig að ég var rosalegur íþróttastrákur í mér,“ segir Ragnar. Hann segist hafa byrjað aðeins að þyngjast þegar hann var á aldrinum 10-11 ára en ákveðin vendipunktur varð þegar hann var í 6. bekk grunnskóla.

Þyngdist um 40 kg í kjölfar eineltis

„Ég þyngdist alveg um 40 kíló þegar ég var 12 ára bara á einum skólavetri útaf einelti og svoleiðis í skólanum. Þá var tölvan og snakkpokinn og gosið, það voru bestu vinir mínir,“ útskýrir Ragnar. Síðan þá hefur reynst honum erfitt að ná tökum á þyngdinni.

Ragnar er 27 ára gamall og starfar sem bílstjóri hjá Gluggasmiðjunni og sem dyravörður á skemmtistaðnum Prikinu um helgar. Hann freistaði þess að taka þátt í annarri þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland en þá varð það ekki að veruleika. Hann var orðinn langþreyttur á neikvæðu viðhorfi í sinn garð vegna holdafars og kveðst hafa reynt allt mögulegt til að koma sér í betra form.

„Maður sá að fólk gaf manni neikvæða athygli, það horfði svolítið á mann eins og að maður væri öðruvísi og þetta var ekki sú athygli sem að ég var að leitast eftir,“ segir Ragnar.

Erfiðara en hann bjóst við

„Ég var búinn að reyna allt saman. Allir boðnir og búnir að hjálpa manni og maður ætlaði alltaf að finna hjólið upp á nýtt og reyna að græja þetta en það varð aldrei neitt úr neinu hjá manni,“ bætir hann við.

„Ég hélt að þetta yrði ekkert mál. Ég hélt að þetta væru bara einhverjar feitabollur sem væru að væla en svo var ekki,“ segir Ragnar hlæjandi, spurður hvað hafi helst komið honum á óvart við keppnina.

„Ég er þyngsti keppandinn sem kemur þarna inn en ég verð nú að segja að það voru nú margir í verra formi en ég svona líkamlega. Ég vann sem sendibílstjóri í fjögur ár, vann dag og nótt og hef alltaf unnið erfiðisvinnu þannig ég hélt að þetta yrði ekkert mál.“ Annað kom hinsvegar á daginn.

Dálítið eins og að missa sveindóminn

„Það sem er skemmtilegast við þetta er að þegar maður er farinn að léttast svona að hitt kynið er farið að taka eftir manni. Það er farið að sýna manni áhuga og þetta er svolítið nýtt fyrir manni,“ segir Ragnar sem sér alls ekki eftir því að taka þátt þótt keppnin hafi tekið á bæði andlega og líkamlega.

„Maður er svolítið stressaður. Þetta er svona svipað kannski og þegar maður er að missa sveindóminn, þetta er 80% stress og 20% spenna,“ segir Ragnar léttur í bragði að lokum.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg