„Ég hef alltaf verið feiti gaurinn“

Guðjón Bjarki Ólafsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Guðjón Bjarki Ólafsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Ég var alltaf feiti strákurinn í bekknum. Ég held ég hafi byrjað að þyngjast alvarlega þegar ég var í kringum unglingsárin. Ég hef alltaf verið feiti gaurinn,“ segir Guðjón Bjarki Ólafsson sem er meðal keppenda í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína 21. september.

„Ég veit svo sem ekki hvort það tengist sérstaklega en ég var alveg þokkalega kvíðinn sem krakki og þunglyndur [...] Það er rosa spes tilfinning þegar manni er einhvern veginn skítsama um sjálfan sig og ég var alveg kominn þangað,“ segir Guðjón einlægur.

Æskuvinurinn í 2. sæti í 3. þáttaröð

Guðjón er 28 ára gamall og starfar sem kjötstjóri í kjötborðinu í Krónunni Bíldshöfða. Spurður hvernig það kom til að hann ákvað að slá til og taka þátt í Biggest Loser er Guðjón ekki lengi til svara.

„Ég og Sigurgeir sem var í 2. sæti í þriðju seríu erum mjög góðir vinir. Við erum æskuvinir og ég var akkúrat í salnum þegar hann labbaði út á sviðið og þá bara fékk ég þessa tilfinningu –– að ég þyrfti að fara að gera eitthvað í sjálfum mér og ákvað bara að prófa,“ útskýrir Guðjón.

Víkingaþrek og einkaþjálfun dugðu ekki til

Hann kveðst hafa reynt ýmsar leiðir áður til að reyna að koma sér í form en hefur ekki átt erindi sem erfiði.

„Ég hafði aðeins tekið skorpur, tók svolítið víkingaþrekið í Mjölni og var hjá einkaþjálfara fyrir nokkrum árum, annars hef ég bara sætt mig við aðstæður,“ segir Guðjón. „Mataræðið hefur alltaf verið verra hjá mér, ég hef alveg tekið góðar skorpur í hreyfingu en ég hef aldrei getað borðað rétt.“

Þótt keppnin hafi tekið á bæði andlega og líkamlega segist Guðjón ekki sjá eftir því í eina sekúndu að hafa látið slag standa og tekið þátt.

Fyrsta vikan gríðarlegt spark í rassinn

„Ég lærði slatta af þessu,“ segir Guðjón og bætir við að það sem hann hafi kannski einna helst áttað sig betur á í keppninni væri mikilvægi mataræðisins. Alltaf sé verið að ítreka mikilvægi holls og góðs mataræðis en með þátttökunni í Biggest Loser hafi hann fyrst áttað sig á því að fullu.

Spurður hvort hann hafi gert sér einhverjar væntingar fyrir keppnina segir hann svo ekki beinlínis vera. „Ég var náttúrlega búin að spjalla slatta um þetta við Sigurgeir þannig að þetta var mjög svipað því sem að mér hafði dottið í hug. Ég hélt að ég væri aðeins betur staddur kannski líkamlega þegar ég fór en fyrsta vikan gjörsamlega sparkaði í rassgatið á manni,“ viðurkennir Guðjón.

„Það er aðallega kannski hugarfarsbreytingin og að ná þessu af mér og að halda þessu af mér,“ segir Guðjón að lokum um það veganesti sem hann tekur með sér úr keppninni.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg