„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu“

Ólafía Kristín Norðfjörð kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Ólafía Kristín Norðfjörð kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Þetta er án efa bara eitt það erfiðasta sem að ég hef gert bara í lífinu,“ segir Ólafía Kristín Norðfjörð um þátttöku sína í Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína 21. september. Hún kveðst hiklaust geta mælt með keppninni, þrátt fyrir að hún hafi tekið mikið á bæði andlega og líkamlega.

„Ég er búin að þurfa að leita mér núna aðstoðar annars staðar, hjá sálfræðing og svoleiðis og ég er alveg bara opin með það. En það er örugglega eitthvað sem hefur verið undirliggjandi áður en keppnin kannski svolítið opnaði fyrir mér hvernig ég hef verið, hvernig hugsunin hefur verið og allt svoleiðis,“ útskýrir Ólafía.

„Kannski síðasti sénsinn minn“

„Þetta var í rauninni bara ótrúlega mikil skyndiákvörðun hjá mér. Ég sá auglýsinguna inni á Facebook en þetta var samt alltaf svolítið á bak við eyrað á mér að sækja um,“ segir Ólafía. „Þetta var komið svolítið út í að annaðhvort yrði ég að fara í einhvers konar inngrip því að mér leið orðið illa með það hvernig ég leit út.“

Hún hafði áður reynt ýmislegt til að koma sér í betra líkamlegt form, æfði til að mynda crossfit um tíma en ekkert virtist virka. „Svo sá ég bara auglýsinguna og ég hugsaði bara; þetta er kannski síðasti sénsinn minn til að koma mér af stað,“ segir Ólafía.

Orðið erfitt að gera hluti með dætrunum

Ólafía lauk námi í uppeldis- og menntunarfræðum í vor og er heimavinnandi húsmóðir sem stendur. „Þetta var að há mér alla vegana í fjölskyldulífinu,“ segir Ólafía um líkamlegt form sitt áður en hún hóf keppni. „Ég á tvær stelpur sem eru tveggja ára og fjögurra ára og þetta var alveg orðið þannig að mér er farið að finnast erfitt að gera hluti með þeim.“

Aðspurð segir Ólafía að það hafa verið á unglingsárunum sem hún fór að þyngjast og hafa minni stjórn á holdafarinu.

„Þegar ég fór að ráða sjálf hvað ég væri að setja ofan í mig, þá eiginlega fór þetta algjörlega að byrja og hélt einhvern veginn bara alltaf áfram,“ segir Ólafía. Hún kveðst hafa náð sér á aðeins betra strik hvað þetta varðar eftir að hún átti eldri dóttur sína, þá hafi hún lést talsvert mikið.

„Ég fór aftur að bæta á mig og þyngjast og réði bara allt í einu ekki við þetta,“ segir Ólafía sem kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa skráð sig til leiks í Biggest Loser.

Þættirnir endurspegli raunveruleikann

Hún segir í raun fátt hafa komið sér á óvart í keppninni og segir þátttökuna í Biggest Loser hafa verið nokkurn veginn eins og hún hafi ímyndað sér. Helst hafi kannski komið á óvart hversu vel þættirnir endurspegli raunveruleikann.

„Þetta er raunveruleikinn sem er sýndur í sjónvarpinu. Það er ekki verið að leika. Það er ekki leikur á bak við þetta, við erum bara virkilega að upplifa allar tilfinningar sem eru að eiga sér stað og erum raunverulega að fara í gegnum bara virkilega erfitt ferli, bæði andlega og líkamlega,“ segir Ólafía.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg