„Alltaf liðið rosalega vel í eigin líkama“

Eygló Jóhannesdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.
Eygló Jóhannesdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Ég ákvað að skrá mig því að mér fannst ég ekki vera að ná neinum árangri sjálf,“ segir Eygló Jóhannesdóttir um þátttöku sína í Biggest Loser Ísland en fyrsti þátturinn í fjórðu þáttaröðinni fer í loftið á morgun. Eygló er tveggja barna móðir og býr á Egilsstöðum en hún starfar hjá Alcoa Fjarðaáli þar sem hún heldur utan um öryggismál verktaka.

Hennar helstu væntingar til keppninnar voru að hún gæti fundið leið til þess að halda jafnvægi og liðið vel það sem eftir er ævinnar en líkamsformið var að sögn Eyglóar farið að há henni dálítið í lífi og starfi. Aðallega óttaðist hún þó að verða sjúklingur vegna ofþyngdar.

Var orðið erfitt að reima skóna

„Þegar ég var búin að vera í fæðingarorlofi með strákinn minn þá áttaði ég mig allt í einu á því að það var bara orðið erfitt að beygja sig niður og klæða sig í sokka og reima skóna og ég var farin að eiga í erfiðleikum með alls konar hreyfingar,“ útskýrir Eygló.

Hún segir það hafa verið þegar hún flutti að heiman í kringum 16 ára aldur sem hún hafi byrjað að þyngjast smátt og smátt, alltaf um nokkur kíló á ári. Hún hafi þó alla tíð verið bæði kröftug og liðug en einn daginn hafi hún áttað sig á því að hún væri það ekki lengur.

„Ég var einhvern veginn ekkert að spá svo mikið í þessu, þetta var ekkert að hafa svo mikil áhrif á mig, á sjálfsálit mitt. Mér hefur alltaf liðið rosalega vel í eigin líkama og það var ekki fyrr en að ég áttaði mig á því að ég væri kannski mögulega að verða það feit að ég væri kannski bara að verða sjúklingur. Það er eitthvað sem mig langar alls ekki, það er mín mesta hræðsla að verða bara sjúklingur út af offitu,“ útskýrir Eygló.

Vinnur vel inni í römmum

Síðasta eina og hálfa árið áður en hún hóf keppni kveðst Eygló hafa tekið sig vel á, verið dugleg að hreyfa sig og lagaði til í mataræðinu. „En það var samt sem áður ekki að leiða til þyngdarmissis,“ útskýrir Eygló sem kveðst ánægð með að hafa skráð sig til leiks í Biggest Loser.

„Ég var alveg að styrkja líkamann og fann rosalegan mun á mér líkamlega séð en ég var einhvern veginn ekki að halda mataræðinu nógu góðu þó að ég hafi tekið rosalega mikið til í því og hafði enga stjórn á sykrinum,var algjör nammigrís,“ segir Eygló létt í bragði.

Hún segir þátttökuna í Biggest Loser hafa verið jákvætt næsta skref og henni hafi hugnast vel að vera innan þess stranga ramma sem unnið var eftir á Bifröst þar sem þættirnir voru teknir upp.

„Mér finnst ofboðslega gott að vinna inni í römmum og ég er dálítið ferköntuð oft og taldi að þetta gæti hjálpað mér rosalega mikið að fara og vera bara einhvers staðar þar sem ég gæti einbeitt mér algjörlega bara að heilsunni,“ útskýrir Eygló. „Enda er þetta bara allt annað líf í dag.“

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg