Fann fyrir fráhvörfum frá „sykurdraslinu“

Svanur Áki Ben Pálsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest ...
Svanur Áki Ben Pálsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Jórunn frænka mín var að hvetja mig í þetta,“ segir hinn 19 ára gamli Svanur Áki Ben Pálsson, um hvernig það kom til að hann ákvað að skrá sig til leiks í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína á morgun. Svanur Áki segir að sér hafi ekki veitt af hvatningunni og svo fór að hann og Jórunn frænka hans skráðu hann til leiks í sameiningu og svo fór að Svanur komst inn í keppnina.

Hann segir hugmyndina í fyrstu hafa verið stressandi en eftir á að hyggja er hann ánægður með að hafa tekið þátt þó það hafi reynst erfitt á köflum að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum meðan á tökum stóð.

Ekki verið að leika eða ýkja

„Þetta var mjög erfitt á marga vegu, ekki að hitta fjölskylduna og tala við hana í marga daga,“ segir Svanur Áki í samtali við mbl.is um upplifun sína af keppninni. Hann segir fátt hafa komið sér á óvart og en hann kveðst hafa fylgst með örðum þáttaröðum af Biggest Loser og hafi verið búinn að gera sér nokkurn veginn í hugarlund við hverju hann mætti búast.

„Ég hafði séð þættina og þetta var nú eiginlega bara eins og í þáttunum, ekki verið að leika eða ýkja,” segir Svanur sem er yngsti keppandinn að þessu sinni, aðeins 19 ára gamall líkt og fyrr segir.

Þótt Svanur sé ungur að árum kveðst hann hafa búið víða um landið og hefur unnið við hin ýmsu störf, nú síðast í frystihúsi á Breiðdalsvík þar sem hann hefur verið búsettur undanfarin fjögur ár. „Ég hef verið að vinna lengi í frystihúsinu en núna er verið að úthluta byggðakvótanum og það verður að koma í ljós hvort að það byrji aftur,” segir Svanur Áki sem vonast til þess að hann geti haldið áfram að vinna í frystihúsinu hjá sömu vinnuveitendum, fiskvinnslu Ísfisks.

Aldrei farið „all in“

Svanur Áki ítrekar að hann hafi verið nokkuð stressaður fyrir þátttöku í keppninni sem var tekin upp á Bifröst sem er alveg hinumegin á landinu frá Breiðdalsvík. Auk þess sem Svani Áka þótti nokkuð erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni segist hann einnig hafa fundið fyrir fráhvörfum „frá öllu sykurdraslinu,“ eins og hann orðar það, en hollt og gott mataræði er einn þeirra þátta sem keppendur í Biggest Loser þurfa að taka föstum tökum.

Hann segist hafa reynt sitt hvað annað áður til að koma sér í betra form sem hafi þó gengið misjafnlega vel. „Ég hef aldrei náð að fara eitthvað „all in,“ hafði ekki verið nógu duglegur. Maður náði kannski að byrja vel en svo endaði það kannski bara á að maður var í vinnutörn og þá var maður ekki að byrja aftur eftir vinnutörnina,” útskýrir Svanur Áki.

Fjórða þáttaröð Big­gest Loser Ísland fer í loftið í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans á morgun en þátt­ar­stjórn­andi er Inga Lind Karls­dótt­ir og þjálfarar eru þau Evert Víg­lunds­son og Guðríður Torfa­dótt­ir, eða Gurrý eins og hún jafn­an er kölluð. Kepp­end­ur í Big­gest Loser eru tólf tals­ins og skipt­ast í tvö lið, rauða og bláa liðið, sem síðan verða leyst upp í ein­stak­lingskeppni

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg