Biggest Loser „gott spark í rassgatið“

Hjörtur Aron Þrastarson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Hjörtur Aron Þrastarson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Þetta hjálpaði mikið og var gott spark í rassgatið miðað við hvað maður var kominn út í,“ segir Hjörtur Aron Þrastarson um þátttöku sína í Biggest Loser Ísland en fjórða þáttaröðin hefur göngu sína í opinni dagskrá í Sjónvarpi símans annað kvöld.

Hjörtur er 27 ára gamall og starfar í álverinu á Reyðarfirði en hann flutti úr höfuðborginni og austur á firði árið 2008.

Systirin skráði hann til leiks

„Ég er búinn að vera að hreyfa mig, vera í fótboltanum og í ræktinni og alltaf búinn að vera að hreyfa mig, ég kunni bara aldrei að borða rétt á móti,“ útskýrir Ragnar en það var systir hans sem hvatti hann til þess að taka þátt í keppninni.  „Hún átti hugmyndina, ég var búinn að skrá mig tvisvar áður í sameiningu með henni en svo ákvað hún að skrá mig í síðasta skiptið,“ segir Hjörtur.

Að þessu sinni komst Hjörtur inn í tólf manna lokahópinn og kveðst hann afar sáttur við að hafa fengið tækifæri til að taka þátt.

Hjörtur segist hafa verið þéttur í holdum alveg síðan í grunnskóla en hann hafi þyngst mjög hratt eftir að hann flutti austur á firði. „Þetta hefur náttúrulega alltaf truflað, bara í gegnum lífið og verið erfitt. Allt er miklu erfiðara fyrir mann sem er helmingi þyngri heldur en fyrir mann sem er helmingi léttari að gera hluti,“ segir Hjörtur.

Einu væntingarnar „að lifa af“

Hann segist hafa fylgst með öllum þáttaröðunum af Biggest Loser Ísland og hefur einnig fylgst með erlendum þáttaröðum af Biggest Loser og þóttist hann vita nokkurn veginn hvað hann væri að koma sér út í.

„Nei, það voru eiginlega engar væntingar, bara að lifa af,“ segir Hjörtur, spurður hvort hann hafi haft einhverjar væntingar til keppninnar fyrir fram. Helsti lærdómurinn hafi kannski verið hvað varðar mataræðið sem sé gríðarlega mikilvægur þáttur.

„Ég sé ekki eftir að hafa tekið þátt í þessu, bara ný upplifun. Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki og það er mikið af fólki í kringum þetta og núna veit maður hvernig þetta er, að vera með myndavél framan í andlitinu á þér allan daginn,“ segir hann léttur í bragði.

Fjórða þáttaröð Big­gest Loser Ísland fer í loftið í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans á morg­un en þátt­ar­stjórn­andi er Inga Lind Karls­dótt­ir og þjálf­ar­ar eru þau Evert Víg­lunds­son og Guðríður Torfa­dótt­ir, eða Gurrý eins og hún jafn­an er kölluð. Kepp­end­ur í Big­gest Loser eru tólf tals­ins og skipt­ast í tvö lið, rauða og bláa liðið, sem síðan verða leyst upp í ein­stak­lingskeppni.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg