Hafði engu að tapa nema aukakílóunum

Daria Richardsdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.
Daria Richardsdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Ég sá bara auglýsingu og ákvað að slá á þetta bara og prófa. Ég hafði engu að tapa, nema kannski kílóum, ef ég næði að komast inn,“ segir Daria Richardsdóttir, keppandi í Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína að nýju í kvöld. Daria er 36 gömul og starfar í frystihúsi Eskju á Eskifirði.

„Ég er rosalega mikil keppnismanneskja og mér fannst að þetta væri eitthvað sem gæti alveg virkað fyrir mig,“ segir Daria, spurð hvernig það kom til að hún ákvað að láta slag standa. Hún hafði reyndar áður skráð sig til leiks og freistað þess að komast inn í keppnina en átti ekki erindi sem erfiði. „Þá var ég miklu léttari, ég var ekki nógu stór til að sækja um,“ segir Daria létt í bragði.

„Var aldrei mjó stelpa“

Daria segist alla tíð hafa verið í þéttari kantinum en hún hafði litlar áhyggjur af holdafarinu þegar hún var yngri.

„Ég var aldrei mjó stelpa, en eins og fyrir 20 árum síðan þá var fólk ekki að hugsa það mikið um þetta. Frekar bara að hafa gaman af öllu og skipti ekki máli hvernig maður lítur út,“ segir Daria. Það hafi aftur á móti breyst dálítið á fullorðinsárunum.

„Ég er að skoða myndir til dæmis frá útlöndum. Við förum svona einu sinni á ári út og maður er tilbúinn að setja myndir á Facebook. Svo allt í einu er maður að skoða myndirnar og segir: Ok, við setjum bara allar myndir sem ég er ekki á,“ segir Daria. „Þá horfir maður á myndirnar, horfir í spegil – þá er þetta bara ekki það sem maður vill sjá.“

Ekki jafnmikill nagli og hún hélt

Aðspurð segist Daria hafa átt von á því að keppnin yrði erfið en taldi sig þó fyrir fram hafa verið í þokkalegu formi til að stunda líkamsrækt. Annað hafi þó komið á daginn.

„Ég er svolítið mikill nagli. Ég er manneskja sem er sterk og er aldrei að láta einhverja aðra brjóta mig niður. Ég hélt að ég væri sterk manneskja og það gæti ekkert stoppað mig og ég gæti allt. Þegar ég mæti í Biggest Loser þá kom í ljós að ég get nú ekki mikið,“ segir Daria.

„Þá kom í ljós að ég bara hélt að ég gæti það en því miður. Ofurþyngd og öll þessi kíló stoppuðu mig í öllu. Allar æfingar voru eins og helvíti,“ útskýrir Daria hlæjandi en kveðst þó ánægð að hafa tekið þátt.

Góð leið til að setja sjálfan sig í fyrsta sæti

„Þetta er erfitt til að byrja með og ég held að allir séu sammála sem eru búnir að fara í Biggest Loser [...] Þú ert að fara í burtu frá fjölskyldunni, þú ferð í burtu og ert bara að hugsa um sjálfan þig og það er mjög erfitt til að byrja með. Ert ekki að vinna, ekki fjölskylda, ekki börn, en þá er það akkúrat rétti tíminn til að byrja að hugsa meira um sjálfan sig en ekki allt annað í kringum sig,“ segir Daria.

Hún segir það hafa gengið ágætlega að halda áfram uppteknum hætti eftir að upptöku þáttanna lauk á Bifröst. Henni gangi vel með mataræðið, en hefur þó verið nokkuð slæm í fótunum og minna verið í ræktinni. Hún vinnur þó erfiða vaktavinnu, oft tólf klukkustundir á dag- eða næturvöktum.

„Þá er ég bara hlaupandi og labbandi í tólf tíma, ég geng svona 20 km á dag bara í vinnunni. Það er reyndar svolítið gott að vera í svona vinnu þegar maður er að taka sig á,“ segir Daria.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg