Fékk unglingaveikina og hékk í sjoppunni

Almar Þór Þorgeirsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Almar Þór Þorgeirsson kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Ég er búinn að vera að leita eftir smá sparki í rassgatið í smá tíma til að reyna að koma mér í form, þetta hefur ekki gengið alveg eins og það ætti að gera, segir Almar Þór Þorgeirsson um hvernig það kom til að hann ákvað að skrá sig til leiks í Biggest Loser Ísland.

Fyrsti þátturinn í fjórðu þáttaröðinni fer í loftið klukkan átta í kvöld í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans. Almar er 43 ára gamall en hann á og rekur bakarí í Hveragerði sem kennt er við hann sjálfan.

„Ég er stoltur af tveimur hlutum í lífinu, í fyrsta lagi er það að vera pabbi og í öðru lagi að vera Almar bakari,“ segir Almar en hann alls á hann fjögur börn, þar af tvö stjúpbörn. Almar er elsti keppandinn í Biggest Loser í ár og var hann stundum í gríni sagður vera pabbinn í hópnum. „Ég hef bara gaman af því. Ég er stoltur pabbi,“ segir Almar og hlær.

Var alltaf í íþróttum

„Ég hef alltaf verið þéttur en ég hef alltaf verið í íþróttum. Það var svona fljótlega upp úr fermingu sem ég missti tökin, hætti að æfa og fór að vera unglingur og hanga úti í sjoppu,“ segir Almar en í æsku var hann duglegur að æfa bæði fótbolta og körfubolta.

„Svo kom unglingaveikin og þá var skemmtilegra að hanga úti í sjoppu með félögunum og gera ekki neitt. Og svo þegar maður er búinn að misstíga sig þá er erfitt að byrja aftur,“ útskýrir hann. Hann segir engan vafa leika á að holdafarið var farið að há honum nokkuð í lífi og starfi.

„Það er erfiðara að vera með félögunum sem eru kannski 30-40 kílóum léttari, að hreyfa sig og kaupa sér föt og svoleiðis,“ segir Almar. Nú sé staðan aftur á móti önnur og honum þykir ekki leiðinlegt að geta labbað inn í fataverslun og keypt það sem hann langar í og jafnvel að þurfa að biðja um minni fatastærð. „Núna er ég alveg að fíla mig í botn.“

Finnur mikinn stuðning allt um kring

Þó hann hafi haft efasemdir og verið pínu taugaóstyrkur í fyrstu segist Almar hiklaust geta mælt með Biggest Loser. „Ég er bara rosa sáttur við þessa lífsreynslu. Ég var rosa nervus til að byrja með, hvort maður væri að opinbera sjálfan sig allt of mikið eða ekki,“ útskýrir hann. „En svo finn ég bara rosalega mikinn stuðning, bara frá bæjarfélaginu og öllum í kringum mig.“

Sem fyrr segir er Almar hinn eini sanni Almar bakari í Hveragerði en aðspurður segir hann það vissulega geta verið erfitt að standast gómsætar freistingar í bakaríinu. „Ég er mjög skrítinn þegar ég má ekki borða eitthvað og þá er ég mjög frjór með hvað ég má, þá er ég alltaf að gera eitthvað nýtt og leyfa öllum öðrum að smakka,“ segir Almar. Nú sé hann til að mynda að gera breytingar í bakaríinu og ætlar að opna salatbar og bjóða upp á fjölbreyttara og hollara góðgæti.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg