Varð sterkari fyrir vikið í kjölfar eineltis

Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser ...
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir kepp­ir í fjórðu þáttaröðinni af Big­gest Loser Ísland.

„Í mörg ár er ég búin að hugsa að ég þyrfti að komast einhvers staðar þar sem að ég fæ bara hjálp, burtu frá öllu, og ég gæti bara í raun og veru unnið í sjálfri mér í einhvern tíma og haldið svo áfram þegar að ég kem heim,“ segir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir.

Dagbjört er ein tólf keppenda í þriðju þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem hefur göngu sína í opinni dagskrá í sjónvarpi símans í kvöld. Dagbjört er 34 ára gömul og vinnur sem flugverndarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli.

Eineltið gerði hana sterkari

Hún sá auglýst eftir keppendum á Facebook og þótti tilvalið að sækja um. „Ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í samt, en ég sótti bara um og fékk inn,“ segir Dagbjört sem kveðst alls ekki sjá eftir því. „Þetta er bara besta tækifæri sem ég hef fengið í lífinu held ég.“

„Ég hef alla tíð verið þétt. Ég hef alltaf verið vel í holdum nema einhver tvö ár á unglingsárunum þegar maður var á einhverri gelgju. Ég hef alltaf verið stærri en hinir og var alveg strítt og lögð í einelti fyrir það,“ segir Dagbjört í einlægni. Hún lét stríðnina og eineltið þó aldrei á sig fá.

„Þetta eru börn og fólki bara líður illa sem er að tala illa um aðra, maður verður svolítið bara að setja brynju á bakið og vera sterkari fyrir vikið.“

Glímdi við hnévandamál

Í gegnum tíðina hefur Dagbjört yfirleitt verið virk og dugleg að hreyfa sig og verið með mikið og gott þol. Aftur á móti var mataræðið það sem reyndist henni erfiðara. „Það er það sem að ég er búin að vera að læra svolítið í þessu ævintýri,“ útskýrir Dagbjört.

Áður en hún hóf keppni í Biggest Loser var hún byrjuð að finna fyrir verkjum í hnjám og hefur verið að glíma við einhver hnévandamál. Vonaðist hún eftir að með því að léttast minnkaði álagð á hnén. Hún lítur ekki á keppnina á eitthvað ferli sem lýkur þegar þáttaröðin klárast, heldur haldi áfram inn í framtíðina.

Ferli inn í framtíðina

„Ég ætla að halda áfram þegar keppnin er búin. Þetta er ekki bara keppni, fyrir mér, þetta er lífstílsbreyting til betri heilsu og að geta gengið inn í venjulega búð og keypt sér föt í ekki stærstu stærðunum, það er bara ótrúlega gaman,“ segir Dagbjört.

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið að vera ein af tólf, að vera valin í þennan þátt því að það er ekkert hver sem er sem að kemst inn og bara ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa verið valin, að hafa fengið þetta tækifæri til að breyta lífi mínu,“ segir Dagbjört.

Fjórða þáttaröð Big­gest Loser Ísland fer í loftið í op­inni dag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans klukkan átta í kvöld en þátt­ar­stjórn­andi er Inga Lind Karls­dótt­ir. Þjálf­ar­ar eru þau Evert Víg­lunds­son og Guðríður Torfa­dótt­ir, eða Gurrý eins og hún jafn­an er kölluð. Kepp­end­ur í Big­gest Loser eru tólf tals­ins og skipt­ast í tvö lið, rauða og bláa liðið, sem síðan verða leyst upp í ein­stak­lingskeppni.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg