„Það er allt í lagi að líða stundum illa“

Daria Richardsdóttir hefur búið á Íslandi í ellefu ár en hún var aðeins 58 kíló þegar hún flutti hingað til lands í leit að betra lífi.

„Ég veit hvað það er mikil vinna að losa sig við öll þessi kíló og allt saman að ég held að ég byrji ekki aftur að éta eins og áður,“ segir Daria sem er meðal þátttakenda í Biggest Loser Ísland. Daria byrjaði keppnina af krafti en í meðfylgjandi myndbroti úr næsta þætti ráðfærir hún sig við Gurrý þjálfara enda keppnin farin að taka á.

„Ég sé það á æfingunum að þú ert að missa trúna,” segir Gurrý. Það dylst engum að keppnin tekur verulega á keppendur, bæði líkamlega og andlega. „Það er allt í lagi að líða stundum illa. Þetta er hardcore að vera hérna,“ segir Gurrý.

Í síðasta þætti var það Almar sem þurfti að kveðja en átökin halda áfram í næsta þætti í fjórðu þáttaröðinni af Biggest Loser Ísland sem sýndur verður í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans klukkan átta í kvöld. 

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg