Gekkst undir aðgerð en sigraði samt

Sigurvegarar kvöldsins. Arna Vilhjálmsdóttir (t.v.) sigraði heildarkeppnina og Ólafía Kristín ...
Sigurvegarar kvöldsins. Arna Vilhjálmsdóttir (t.v.) sigraði heildarkeppnina og Ólafía Kristín Norðfjörð (t.h.) sigraði heimakeppnina. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Ólafía Kristín Norðfjörð átti ekki endilega von á því að vinna heimakeppnina í Biggest Loser Ísland, en hún þurfti að gangast undir aðgerð eftir að hún kom heim frá Bifröst. Úrslitaþátturinn fór fram í Háskólabíói í gærkvöldi þar sem í ljós kom að Lóa, eins og hún jafnan er kölluð, vann heimakeppnina. Heildarkeppnina vann þó Arna Vilhjálmsdóttir.

Frétt mbl.is: Arna sigrar í Biggest Loser

„Tilfinningin er æðisleg, ég get eiginlega ekki sagt neitt annað en að ég er ótrúlega glöð og mér líður ótrúlega vel,“ sagði Lóa í samtali við mbl.is að keppni lokinni í gærkvöldi. Lóa var 117,9 kíló þegar hún hóf keppni en er nú orðin 72,5 kíló sem þýðir að hún hefur misst 41,2 kíló sem nemur 36,2% af heildarþyngd.

Aðspurð kveðst hún ekki endilega hafa átt von á svo góðu gengi en það hafi gengið upp og ofan síðan hún fór heim. „Þetta er búið að ganga bæði vel og ekki síðan ég kom heim af Bifröst. Ég þurfti að fara í aðgerð þannig að ég datt aðeins út, þurfti að fara og láta taka úr mér gallblöðruna, þannig að ég bjóst alveg eins við því að ég myndi ekkert endilega vinna,“ segir Lóa.

„Ég vissi hins vegar að ég væri búin að standa mig ótrúlega vel og ég hugsaði bara: „Ég er búin að gera mitt allra allra besta í þessum aðstæðum sem ég hef verið í,“ og þar af leiðandi bara í skýjunum,“ bætti Lóa við skælbrosandi.

mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg