Fór úr svartholinu í sigursætið

Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari í Biggest Loser Ísland, umkringd fjölskyldu sinni ...
Arna Vilhjálmsdóttir, sigurvegari í Biggest Loser Ísland, umkringd fjölskyldu sinni og vinum á úrslitakvöldinu. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Arna Vilhjálmsdóttir, sem í gær stóð uppi sem sigurvegari í Biggest Loser Ísland, hvetur alla þá sem vilja, nenna og geta, til að taka þátt í Biggest Loser. Hún segir þátttökuna í keppninni hafa skipt sköpum fyrir líðan sína og heilsu en Arna hefur glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.

„Ég hef engin orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ég veit ekki einu sinni hvar ég er, þetta er bara geggjað,“ sagði Arna í samtali við mbl.is að keppni lokinni í gærkvöldi.

Frétt mbl.is: Arna sigrar í Biggest Loser

„Það sem stendur upp úr eru eiginlega bara öll samböndin sem ég er búin að mynda. Ég er búin að kynnast svo svakalega mörgu fólki sem er búið að gefa mér svo sjúklega mikið af tækifærum og hjálpa mér endalaust,“ segir Arna, spurð hvað hafi staðið upp úr í keppninni. „Maður finnur meira hjá fólkinu sem maður átti fyrir - stuðning, og svo finnur maður bara stuðning frá fullt af fólki sem langar að hjálpa manni. Þannig að það er geggjað.“

Arna var himinlifandi með árangurinn.
Arna var himinlifandi með árangurinn. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Þá segir hún keppnina einnig hafa hjálpað sér að rækta sambandið við sjálfa sig og hefur henni tekist að taka sjálfa sig betur í sátt. „Ég veit líka núna bara hvað ég get. Mér finnst það alveg geggjað. Sambandið við sjálfa mig er orðið allt öðruvísi og það er miklu meiri sátt. Og það er það sem ég var að leita að en bjóst aldrei við að ég fyndi,“ útskýrir Arna.

Var komin á endastöð en hefur „nýtt líf“

„Ég var bara komin á endastöð þannig að það var bara þetta eða ekkert. Ég var í sjálfsmorðshugleiðingum og var bara með allt á bakinu. Þannig að það var annaðhvort þetta eða ekki og ég tók þetta bara og ég hljóp með það,“ segir Arna einlæg. Hún hafi fengið frábært tækifæri sem hún hafi gripið og nýtt sér alla leið, án þess að láta nokkuð stöðva sig.

Arna var í sjöunda himni með sigurinn og er full tilhlökkunar fyrir framtíðinni. Hennar bíða ný og spennandi verkefni handan við hornið, meðal annars ný vinna hjá líkamsræktarstöðinni Reebok Fitness.

„Ég er að byrja í nýju stöðinni sem við erum að opna núna á laugardaginn. Ég er að fara að vera með námskeið með Gurrý sem heitir „Nýtt líf“ og ég er að fara að kenna hóptíma. Það er bara nýtt líf einhvern veginn að byrja, þannig að heitið á þessu námskeiði er mjög gott,“ segir Arna að lokum.

Arna og Gurrý þjálfari ætla að kenna saman námsskeið í ...
Arna og Gurrý þjálfari ætla að kenna saman námsskeið í Reebok Fitness sem heitir „Nýtt líf.“ Hér eru þær ásamt Lóu sem vann heimakeppnina. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
mbl.is
Biggest Loser
Almar Þór Þorgeirsson Almar Þór Þorgeirsson
Aldur: 43 ára
Byrjunarþyngd: 129,9 kg
Arna Vilhjálmsdóttir Arna Vilhjálmsdóttir
Aldur: 26 ára
Byrjunarþyngd: 154,2 kg
Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir Dagbjört Ben Guðfinnsdóttir
Aldur: 34 ára
Byrjunarþyngd: 116,9 kg
Dagný Ósk Bjarnadóttir Dagný Ósk Bjarnadóttir
Aldur: 25 ára
Byrjunarþyngd: 131,4 kg
Daria Richardsdóttir Daria Richardsdóttir
Aldur: 36 ára
Byrjunarþyngd: 117,9 kg
Eygló Jóhannesdóttir Eygló Jóhannesdóttir
Aldur: 38 ára
Byrjunarþyngd: 155 kg
Guðjón Bjarki Ólafsson Guðjón Bjarki Ólafsson
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 153,2 kg
Helgi Már Björnsson Helgi Már Björnsson
Aldur: 20 ára
Byrjunarþyngd: 161,6 kg
Ragnar Anthony Svanbergsson Ragnar Anthony Svanbergsson
Aldur: 27 ára
Byrjunarþyngd: 183,7 kg
Svanur Áki Ben Pálsson Svanur Áki Ben Pálsson
Aldur: 19 ára
Byrjunarþyngd: 178 kg
Ólafía Kristín Norðfjörð Ólafía Kristín Norðfjörð
Aldur: 28 ára
Byrjunarþyngd: 113,7 kg