Skráðu viðburð í félagsstarf eldri borgara

Skrá viðburð

Breytingar á Staður og stund

Vegna breytinga hefur Staður og stund vefurinn nú verið endurnefndur í Félagsstarf eldri borgara. Til að skrá nýjan viðburð þarf nú fyrst að skrá sig inn.

Ertu ekki skráð(ur) hjá mbl.is ?

Skráning tekur aðeins örstutta stund. Þú þarft aðeins að skrá þig einu sinni hjá okkur — skráningin gildir á öllum vefjum mbl.is.

Skrá mig hjá mbl.is

Glerlistanámskeið, gönguhópar, keila í Egilshöll og söngstund, hópsöngur í Borgum og Qigong.

Dagsetning: 1. október 2020 Í dag
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Bleikur mánuður hefst í Borgum, styrktarleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10 í Borgum, leikfimi í Egilshöll fellur niður vegna COVID. ´Skákhópur í Borgum kl. 12:30 og tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl, 13. Hildur Hákonar með erindi kl. 13 í Borgum : Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú, allir velkkomnir. Sundleikfimi 14 í GraFARVOGSSUNDLAUG OG Boccia kl. 14:45 í Borgum í dag.

Dagsetning: 1. október 2020 Í dag
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Styrktar og jafnvægisleikfimi með sjúkraþjálfara í Borgum kl. 10 í dag, skákhópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Erindi á vegum menningarnefndar kl. 13 í Borgum með Auði Hildi Hákonardóttir : Hvað er svona merkilegt við það að vera biskupsfrú, allir velkomnir, virðum allar sóttvarnarreglur. Sundleikfimi kl 14 í Grafarvogssundlaug og Boccia í Borgum kl 14:45.

Dagsetning: 2. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Hugleiðsla og létt yoga í Borgum kl. 9 í dag og ganga kl. 10 frá Borgum og inni í Egilshöll, kaffispjall á eftir. Hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum, hver með sína handavinnu og léttar leikfimisæfingar. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13:00 takmarkaður fjöldi vegna Covid. Vöfflukaffi eftir hádegi minnum á sprittun og virða fjarlægðarmörk.

Dagsetning: 5. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Höldum áfram að fagna bleikum október í Borgum, Hugleiðsla kl. 9 í Borgum, gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum, tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl 13:00 og Línudans með Guðrúnu kl. 15:00 í Borgum. Virðum allar sóttvarnir og förum varlega. Kóræfingar og félagsvist bíða betri tíma.

Dagsetning: 6. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Listmálun kl. 9:00, frjál postulínsmálun kl. 9:30 í Borgum. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 09:45 í Borgum og Boccia kl. 10 í Borgum. Helgistund kl. 10:30 í Borgum. Spjallhópur í listasmiðju Borgum hittist kl. 13 í dag, félagsstarf eldri borgara í Grafarvogskirkju e.h. í dag. Sundleikfimi kl. 14:00 í Grafarvogssundlaug. Njótum og förum varlega.

Dagsetning: 7. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Glerlistanámskeið með Fríðu í Borgum kl. 9 þátttökuskráning, Gönguhópar kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Stjórnar og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10 í Borgum. Gaman saman í Borgum kl. 13:00 og kvikmyndasýning í umsjón Ísidórs. Myndin Land og synir eftir Indriða G. kl. 13:00 í Borgum með virðingu fyrir öllum sóttvarnareglum. Qigong með Þóru kl. 16:30 í Borgum, allir velkomnir.

Dagsetning: 8. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Morgunleikfimi útvarpsins kl. 09:45 í Borgum. Styrktar og jafnvægisleikfimi með sjúkraþjálfara í Borgum kl. 10. Pútt, tölvunámskeið og leikfimi í Egilhöll frestað vegna Covid í óákveðin tíma. Skákhópur Korpúlfa kl. 12:30 í Borgum. Tréútskurður með Davíð á Korpúlfsstöðum kl. 13 í dag og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 14:00 í dag og Boccia í Borgum hefst kl. 14:45 í dag til kl. 16:00 sprittum

Dagsetning: 9. október 2020
Staður: Korpúlfar

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu í Borgum kl. 9:00, útvarpsleikfimi kl. 09:45 í dag og ganga kl. 10:00 frá Borgum og inni í Egilshöll. Hannyrðahópur kl. 12:30 í Borgum í dag og tréútskurður í umsjón Davíðs kl. 13:00 á Korpúlfsstöðum í dag. Minnum á allar sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk. Einnig þeir 40 sem eiga pantaða miða í leikshúsið með Korpúlfum 16. okt. greiði sem allra fyrst.