Skráðu viðburð í félagsstarf eldri borgara

Skrá viðburð

Breytingar á Staður og stund

Vegna breytinga hefur Staður og stund vefurinn nú verið endurnefndur í Félagsstarf eldri borgara. Til að skrá nýjan viðburð þarf nú fyrst að skrá sig inn.

Ertu ekki skráð(ur) hjá mbl.is ?

Skráning tekur aðeins örstutta stund. Þú þarft aðeins að skrá þig einu sinni hjá okkur — skráningin gildir á öllum vefjum mbl.is.

Skrá mig hjá mbl.is

Mánudagur á Vitatorgi

Dagsetning: 28. október 2020 Í dag
Staður: Samfélagshúsið Vitatorgi

Miðvikudagur á Vitatorgi

Í dag er bókband í smiðju 1. hæðar bæði fyrir hádegi, kl. 9-13, og eftir hádegi kl. 13-17. Farið verður í gönguferð milli kl. 10-11 í dag - mætum endilega klædd eftir veðri. Eftir hádegi, kl. 13:30-14:30, verður hlaðvarp í handverksstofu - í þetta sinn ætlum við að hlusta á hlaðvarp um Donald Trump. Við minnum á að grímuskylda ríkir í félagsmiðstöðinni um þessar mundir.

Dagsetning: 29. október 2020
Staður: Samfélagshúsið Vitatorgi

Fimmtudagur á Vitatorgi

Í dag er bókband í smiðju 1. hæðar milli kl. 9:00-13:00. Tölvu og snjalltækjaaðstoð verður í boði í setustofu 2. hæðar milli kl. 9:30-10:00. Eftir hádegi, kl. 13:30, verður samverustund með presti í matsal 2. hæðar. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59! Við minnum á að grímuskylda ríkir hjá okkur um þessar mundir.

Dagsetning: 30. október 2020
Staður: Samfélagshúsið Vitatorgi

Föstudagur á Vitatorgi

Dagurinn hefst á dansleikfimi í setustofu 2. hæðar kl. 9:30. Föstudagsspjallhópur hittist í handavinnustofu milli 10-11:30. Eftir hádegi, kl. 12:45, verður kvikmyndasýning í setustofu 2. hæðar. Við minnum á að grímuskylda ríkir í húsinu. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59.