Skráðu viðburð í félagsstarf eldri borgara

Skrá viðburð

Breytingar á Staður og stund

Vegna breytinga hefur Staður og stund vefurinn nú verið endurnefndur í Félagsstarf eldri borgara. Til að skrá nýjan viðburð þarf nú fyrst að skrá sig inn.

Ertu ekki skráð(ur) hjá mbl.is ?

Skráning tekur aðeins örstutta stund. Þú þarft aðeins að skrá þig einu sinni hjá okkur — skráningin gildir á öllum vefjum mbl.is.

Skrá mig hjá mbl.is

Félags og menningarmiðstöðin Borgir.

Dagsetning: 25. júní 2021 Í dag
Staður: Korpúlfar

Borgir félags og menningarmiðstöð

Gönguhópur alla föstudaga kl. 10:00, gengið frá Borgum. Bridds hópur Korpúlfa alla föstudaga kl. 12:30 í Júni. Leikfimi med Hönnu kl. 11:15 annan hvern föstudag í allt sumar á móti jóganu, leikfimi í þessari viku. Líka er pílukast kl. 9:30 alla föstudaga í Borgum. Allir velkomnir á Borgir.

Dagsetning: 28. júní 2021
Staður: Korpúlfar

Borgir félags og menningarmiðstöð

Gönguhópur alla mánudaga kl 10:00, gengið frá Borgum. Útifjör fyrir alla hress verður kl. 9:30 til 10:20 mánudaga á milli 21 júni til 21 júli. Samvera með handavinnu í listasmiðju alla mánudaga kl. 13:00 í Borgum. Dansleikfimi mep Auði Hörpu alla mánudaga kl 11:00 í Borgum í allt sumar. Svo er hópsöngur 28 júní á mánudegi, ásamt 9 ágúst og 24 ágúst.

Dagsetning: 28. júní 2021
Staður: Korpúlfar

Borgir félags og menningarmiðstöð

Við viljum láta alla vitta að það verður samsöngur við gítarundirleik í dag kl. 13:30 í Borgum, og einnig á 9. og 24. ágúst. Hannes Guðrúnarson mætir með gítar í hönd og stýrir samsöng eins og honum einum er lagið. Það verða þekkt lög sem allir ættu að kannast vel við. Allir velkomnir.

Dagsetning: 29. júní 2021
Staður: Korpúlfar

Borgir félags og menningarmiðstöð

Boccia verður kl. 10:00 alla þriðjudaga í allt sumar. Svo er helgistund í Borgum kl. 10:30 alla þriðjudaga í allt sumar. Spjallhópur í Borgum alla þriðjudaga kl. 13:00 í listasmiðju. Sundleikfimi verða í Grafarvogssundlaug kl. 14:00 á þriðjudögum. Minnt er á ferðinni til Kaldadal á morgun, 30 Juní. Lagt verður af stað frá Borgum kl. 9:00.

Dagsetning: 2. júlí 2021
Staður: Korpúlfar

Borgir félags og menningarmiðstöð

Pílukast í Borgum frá kl. 9:30 í dag, morgunleikfimi kl. 9:45 í Borgum. Gönguhópur Korpúlfa leggur af stað frá Borgum kl. 10:00, þrír styrkleikahópar og kaffispjall að lokinni göngu. Kundalini jóga með Sigrúnu kl. 11:15 lögð áhersla á öndun og hugleiðslu, aðgangur ókeypis og allir velkomnir tíminn er 45 mínútur. Briddshópur Korpúlfa byrjar að spila kl. 12:30 í dag í Borgum. Njótum og höfum gaman.