Vegna breytinga hefur Staður og stund vefurinn nú verið endurnefndur í Félagsstarf eldri borgara. Til að skrá nýjan viðburð þarf nú fyrst að skrá sig inn.
Skráning tekur aðeins örstutta stund. Þú þarft aðeins að skrá þig einu sinni hjá okkur — skráningin gildir á öllum vefjum mbl.is.
Dagsetning: 11. ágúst 2022
Í dag
Staður: Korpúlfar Borgum
Fimmtudagur: Styrktar og jafnvægisleikfimi í Borgum kl. 10:00. Sumarskák kl. 12:00. Opið tölvunámskeið á vegum Reykjavíkurborgar, allir geta fengið hjálp við sitt tækki, kl. 12:30. Útipútt við Eirborgir kl. 13:00.. Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl. 08:30. Hittumst í sumarskapi, gleðin býr í Borgum.
Dagsetning: 12. ágúst 2022
Staður: Korpúlfar Borgum
Föstudagur: Pílukast í Borgum kl. 09:30. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll. Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Hannyrðahópur kl. 12:30. . Opið frá kl. 08:00 til 15:00 og heitt á könnunni frá kl.08:30. Hittumst í sumarskapi og góða helgi.
Dagsetning: 15. ágúst 2022
Staður: Korpúlfar Borgum
Mánudagur: Flóaferð kl. 9:00, vesturhluti Flóans skoðaður. Gönguhópar frá Borgum og inni í Egilshöll. Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi kl. 10:00. Félagsvist í Borgum kl. 12:30. Prjónað til góðs kl.13:00. Gleðin býr í Borgum.