Um 400 manns í biðröð eftir miðum á tónleika Nicks Cave

Einungis um 300 miðar eru óseldir á tónleika með Nick Cave, sem fram fara 9. desember nk., en miðasala hófst kl. eitt í Japis í dag. Um 200 manns biðu í biðröð fyrir utan verslun Japis á Laugavegi þegar miðasalan hófst og annað eins fyrir utan verslunina í Brautarholti. Alls eru 1.000-1.100 miðar til sölu. Að sögn Hjartar Jónssonar, skipuleggjanda tónleikanna, er í athugun að halda aðra tónleika 10. desember.

Hjörtur segir að á föstudaginn ætti að vera komið í ljós hvort af seinni tónleikunum getur orðið eður ei. Hann segist reikna með að tónleikarnir standi í hálfa aðra til tvær klukkustundir.

Einn viðskiptavinur Japis óskaði eftir að kaupa eitt hundrað miða. Hjörtur segir að ákveðið hafi verið frá byrjun að selja hverjum og einum ekki fleiri en sex miða til að reyna að koma í veg fyrir svartamarkaðsbrask með miðana.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Áhugamálin hafa setið á hakanum undanfarið, nú er kominn tími til að sinna þeim.