Þrjúþúsund manns fylgdust með söngkeppni Samfés

Það var margt um manninn þegar söngkeppni Samfés var haldin.
Það var margt um manninn þegar söngkeppni Samfés var haldin. mbl.is/Jim Smart

Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem söng lagið ’Till there was you og spilaði á saxófón við undirspil Hjartar Ingva Jóhannessonar á píanó, sigraði í söngkeppni Samfés sem haldin var í Laugardalshöll í gær en þeir Guðmundur og Hjörtur voru fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels. Fulltrúar Garðalundar lentu í öðru sæti, en þar fór fremst í flokki Anna María Björnsdóttir sem söng lagið Hello, sem Lionel Richie gerði frægt á sínum tíma.

Í þriðja sæti voru keppendur félagsmiðstöðvarinnar Igló úr Kópavogi, en það voru Marta Björg Hermannsdóttir, Lilja Björg Runólfsdóttir og Karítas Ósk Björgvinsdóttir sem sungu saman frumsamið lag undir heitinu Taumlaust hugarflug.

Talið er að þrjú þúsund manns hafi verið í húsinu og var mjög góð stemning. Flutt voru 55 atriði, en alls komu fram rúmlega 200 þátttakendur á aldrinum frá 13 til 16 ára. Þar af var lifandi tónlist flutt undir 23 atriðum og ekki færri en 11 frumsamin lög flutt. Haldnar voru undankeppnir í mörgum af félagsmiðstöðvunum.

Eins og við var að búast með þennan mikla fjölda atriða tók dagskráin nokkuð langan tíma, eða röskar fimm stundir. Því var boðið upp á keppni í tölvuleikjaspilun í anddyri Laugardalshallarinnar, og gestum gafst einnig kostur á að keppa í súmó-glímu í sérstökum hlífðarbúningum.

Heimasíða Samfés

Guðmundur Óskar Guðmundsson fetaði í fótspor Paul McCartneys og söng …
Guðmundur Óskar Guðmundsson fetaði í fótspor Paul McCartneys og söng ’Till there was you til sigurs. mbl.is/Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samskipti þín við makann eru eitthvað stirð í dag. Með smávegis átaki tekst þér hins vegar ábyggilega að bræða hann. Farðu í ferðalag ef þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samskipti þín við makann eru eitthvað stirð í dag. Með smávegis átaki tekst þér hins vegar ábyggilega að bræða hann. Farðu í ferðalag ef þú getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Torill Thorup
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup