Viðurkennir ástarsamband við Kennedy

Mimi Fahnestock.
Mimi Fahnestock. AP

Bandarísk kona viðurkenndi í dag að hafa átt í ástarsambandi við John F Kennendy, forseta Bandaríkjanna, er hún starfaði sem lærlingur í Hvíta húsinu á árunum 1962 til 1963. Konan, Mimi Fahnestock, staðfesti þar með fullyrðingar sem settar eru fram í nýútkominni bók um forsetann. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Í yfirlýsingu sem konan sendi frá sér í dag segir að hún hafi þagað yfir þessu í 41 ár en að eftir að málið komst í fjölmiðla hafi hún gert fjölskyldu sinni grein fyrir því. Þá segist hún ekki ætla að tjá sig frekar um málið og biður fjölmiðla um að virða rétt sinn og fjölskyldu sinnar til einkalífs.

Nokkrar vangaveltur hafa verið uppi um samband Kennedys við óþekktan lærling eftir að sagnfræðingurinn Robert Dallek hafði það eftir fyrrum starfsmanni Hvíta hússins í bókinni "An Unfinished Life: John F. Kennedy, 1917-1963", að Kennedy hefði átt í ástarsambandi við 19 ára lærling í Hvíta húsinu. Í bókinni kemur fram að starfsmaðurinn hafi neitað að gefa upp nafn lærlingsins en að hann hafi sagt að stúlkan hafi ferðast með Kennedy á sumarferðum hans.

John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline, ræða við fiðluleikarann …
John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline, ræða við fiðluleikarann Isaac Stern í Hvíta húsinu árið 1962.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.