Barry White látinn

Barry White var 58 ára að aldri.
Barry White var 58 ára að aldri. AP

Bandaríski söngvarinn Barry White, lést í dag úr hjartabilun, en White var 58 ára að aldri. Ned Shankman, umboðsmaður söngvarans, sagði að hann hefði látist snemma í morgun á heilsugæslustöð í Los Angeles.

White, sem var heilsulítill síðustu árin, fékk slag í maí og hafði beðið eftir lifrarígræðslu frá því í september.

White, sem stundum var nefndur ástarrostungurinn, var einkum þekktur fyrir lögin "Can't Get Enough of Your Love" og "You're The First, The Last, My Everything”.

Hann hóf feril sinn á sjöunda áratug 20. aldar en ferillinn náði hámarki á svokölluðu diskótímabili. Vinsældir hans dvínuðu á níunda áratugnum, en söngvarinn sló aftur í gegn þegar hann gaf út safnplötu með sínum bestu lögum.

Jafnframt vann hann til Grammy-verðlauna fyrir breiðskífuna “Staying Power” árið 2000. Þá kom hann fram í Ally McBeal-sjónvarpsþáttunum og tók þátt í gerð Simpson-teiknimyndaþáttanna á síðustu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson