Nær uppselt á tónleika Diane Krall

Krall kemur brátt.
Krall kemur brátt.

Miðasala á tónleika djasssöngkonunnar Diönu Krall í Laugardalshöll 9. ágúst nk. gengur vel. Skv. upplýsingum frá tónleikahöldurum eru nú einungis rétt innan við 300 miðar óseldir þannig að útlit er nú fyrir að uppselt verði eitthvað fyrir tónleika.

Svo virðist sem landinn hafi fengið talsverðan áhuga á Krall vegna komu hennar. Tvær af plötum hennar, Live in Paris og The Look of Love, tóku töluverðan sölukipp og hafa verið í hópi söluhæstu platna á landinu síðustu vikurnar, auk þess sem lög með Krall hafa fengið talsverða spilun á útvarpsstöðvum.

Miðasala hefur fram að þessu farið fram hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands en vegna sumarfrís hefur afgreiðsla ósóttra, greiddra miða verið færð í Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Aðalstræti 2, Reykjavík. Síðustu miðana sem til sölu eru má svo nálgast á netsíðunni www.concert.is og með því að senda tölvupóst á midasala@concert.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.