Börkur fær tékkneskan styrk

Börkur Gunnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Aftur, ásamt Petru Cicakovu, einni af …
Börkur Gunnarsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Aftur, ásamt Petru Cicakovu, einni af leikurum myndarinnar.

Börkur Gunnarsson, rithöfundur og leikstjóri, fékk úthlutað styrk úr Tékkneska kvikmyndasjóðnum til að ljúka kvikmynd sinni Aftur.

Þetta er í fyrsta skipti í 8 ár sem útlendingi er veittur styrkur úr sjóðnum en Börkur var í hópi tékkneskra stórrisa í umsækjendahópnum. Sjóðurinn hafði sem jafngildir um 60 milljónum íslenskra króna til ráðstöfunar og fór þorrinn af þeirri upphæð til óskarsverðlaunahafans Jan Sverák sem leikstýrði Kolya, Hynek Bocan sem hlaut aðalverðlaun Rotterdam-kvikmyndahátíðarinnar fyrir tveimur árum og Jan Hrebejk sem hlaut tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir mynd sína Sameinaðir föllum vér árið 2000.

Verkefni Barkar hlaut 2 milljóna króna styrk sem notaður verður til að fjármagna lokafrágang myndarinnar en tökum er þegar lokið.

Myndin var tekin upp fyrr á árinu og settu mikil flóð í Tékklandi strik í reikninginn við gerð myndarinnar. Þannig flæddi Moldá inn á skrifstofu framleiðanda myndarinnar og aðalleikonan missti heimili sitt.

Kvikmyndin segir frá tveimur vinkonum sem fyrir tilviljun hittast í Prag og fara í örlagaríkt sumarfrí til æskuslóða þeirra úti í sveit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler