Zeta-Jones höfðar mál gegn snyrtivöruframleiðanda

Catherine Zeta-Jones.
Catherine Zeta-Jones. AP

Welska kvikmyndastjarnan Catherine Zeta-Jones hefur höfðað mál gegn franska snyrtivöruframleiðandanum Caudalie. Segir leikkonan að franska fyrirtækið hafi notað mynd af sér í auglýsingum og fullyrt að hún noti vörur þess.

Zeta-Jones lagði fram kæru í gær og segir að Caudalie hafi notað nafn sitt í leyfisleysi og komið á kreik þeim orðrómi, að hún hafi keypt vörur fyrirtækisins. Krefst hún 10 milljóna dala, jafnvirði um 800 milljóna króna, í bætur. Hún nefnir einnig fyrirtækið Turnberry Place í kærunni og segir að það hafi komið fullyrðingum Caudalie á framfæri.

Catherine Zeta-Jones hefur gert samning við snyrtivörufyrirtækið Elizabeth Arden um að kynna vörur þess.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vera að eyða miklum peningum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strikið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fokdýrt. Hægðu á þér í skemmtanalífinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Colleen Hoover
3
Guðrún J. Magnúsdóttir
4
Róbert Marvin