Victoria hættir við útgáfu á nýjum hljómdiski

Hjónin Victoria og David Beckham afhentu verðlaun á MTV-kvikmyndahátíðinni.
Hjónin Victoria og David Beckham afhentu verðlaun á MTV-kvikmyndahátíðinni. AP

Victoria Beckham hefur lagt áform um útgáfu á nýrri breiðskífu á hilluna til þess að bjarga hjónabandi sínu og Davids Beckhams, en hann er sagður himinlifandi yfir ákvörðun konu sinnar.

Hún getur því eytt meiri tíma með honum og tveimur sonum þeirra, Romeo og Brooklyn. Beckham og Victoria hafa deilt um ákvörðun hans að ganga til liðs við Real Madrid á Spáni, en Victoriu hefur gengið erfiðlega að aðlagast spænsku samfélagi. Hún hefur því eytt miklum tíma með börnunum í Hertford-skíri í Bretlandi.

Þá hefur Beckham haft illan bifur á samstarfi hennar við hljómplötuútgefandann Damon Dash, en Victoria hugðist gefa út nýja einherjabreiðskífu með hip-hop áhrifum, að dagblaðsins sögn News of the World.

Haft er eftir Simon Fuller, umboðsmanni hennar, að útgáfan hefði orðið mikil áhætta og síðasti möguleiki hennar til þess að slá í gegn eftir að samstarfi hennar og kryddstúlknanna lauk. Fuller telur ekki að hip-hop lög hefðu komið ferli Victoriu á réttan kjöl.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.