Vísað úr Idol-Stjörnuleit eftir viðtal við Víkurfréttir

Arnari Dór Hannessyni hefur verið vísað úr keppninni Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 eftir að viðtal birtist við hann í Víkurfréttum í dag og á vef Víkurfrétta í gær. Áður en Idol – Stjörnuleit hóf göngu sína á Stöð 2 veittu allir þátttakendur skriflegt samþykki sitt þar sem því var heitið að virða keppnisreglur um fjölmiðlabann.

Dagskrárdeild Stöðvar 2 hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

„Til að tryggja hag allra keppenda í Idol - Stjörnuleit hefur dagskrárdeild Stöðvar 2 vísað einum þátttakanda úr keppninni. Viðkomandi heitir Arnar Dór Hannesson en hann braut reglu um fjölmiðlabann. Dagskrárdeild Stöðvar 2 tekur ekki afstöðu til þess hvort um ásetning umrædds keppanda hafi verið að ræða. Fjölmiðlabann er sett fram til þess að keppendur í Idol – Stjörnuleit hái ekki kosningabaráttu. Slíkt dregur úr trúverðugleika þáttarins og kemur í veg fyrir sanngjarna kosningu. Af fyrrgreindum ástæðum sá dagskrárdeild Stöðvar 2 sér ekki annað fært en bregðast við með þessum hætti. Einn megintilgangur keppnisreglna er að tryggja jafnræði allra keppenda. Áður en Idol – Stjörnuleit hóf göngu sína á Stöð 2 veittu allir þátttakendur skriflegt samþykki sitt þar sem því var heitið að virða keppnisreglur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant