Vísað úr Idol-Stjörnuleit eftir viðtal við Víkurfréttir

Arnari Dór Hannessyni hefur verið vísað úr keppninni Idol-Stjörnuleit á Stöð 2 eftir að viðtal birtist við hann í Víkurfréttum í dag og á vef Víkurfrétta í gær. Áður en Idol – Stjörnuleit hóf göngu sína á Stöð 2 veittu allir þátttakendur skriflegt samþykki sitt þar sem því var heitið að virða keppnisreglur um fjölmiðlabann.

Dagskrárdeild Stöðvar 2 hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins:

„Til að tryggja hag allra keppenda í Idol - Stjörnuleit hefur dagskrárdeild Stöðvar 2 vísað einum þátttakanda úr keppninni. Viðkomandi heitir Arnar Dór Hannesson en hann braut reglu um fjölmiðlabann. Dagskrárdeild Stöðvar 2 tekur ekki afstöðu til þess hvort um ásetning umrædds keppanda hafi verið að ræða. Fjölmiðlabann er sett fram til þess að keppendur í Idol – Stjörnuleit hái ekki kosningabaráttu. Slíkt dregur úr trúverðugleika þáttarins og kemur í veg fyrir sanngjarna kosningu. Af fyrrgreindum ástæðum sá dagskrárdeild Stöðvar 2 sér ekki annað fært en bregðast við með þessum hætti. Einn megintilgangur keppnisreglna er að tryggja jafnræði allra keppenda. Áður en Idol – Stjörnuleit hóf göngu sína á Stöð 2 veittu allir þátttakendur skriflegt samþykki sitt þar sem því var heitið að virða keppnisreglur.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki missa tökin á yfirsýn yfir fjármálin, þú hefur staðið þig vel síðustu mánuði. Það er bjart framundan í ástamálunum.