Sölvi Geir áfram með Víkingi

*SÖLVI Geir Ottesen, varnarmaðurinn efnilegi í liði Víkings, skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við liðið. Sölvi Geir, sem er 19 ára gamall, lék 15 leiki með Víkingi í 1. deildinni síðastliðið sumar en hann missti af lokaleikjunum þar sem hann kinnbeinsbrotnaði. Sölvi var til reynslu hjá Stoke og Barnsley í haust en hann þykir vera í hópi efnilegstu varnarmanna landsins.

*BALDUR Ólafsson gat ekki leikið með KR-ingum gegn Haukum í gær. Baldur á við meiðsli að stríða í hné. Daninn Jesper Sörensen lék sinn fyrsta leik með KR-liðinu í gær á þessu tímabili en hann lék með vesturbæjarliðinu fyrir nokkrum árum.

*DOC Rivers var í gær leystur frá störfum sem þjálfari Orlando Magic í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hvorki hefur gengið né rekið hjá liðinu í upphafi leiktíðar og liðið hefur ekki byrjað verr í 15 ár. Orlando vann fyrsta leik sinn í deildinni en í kjölfarið hafa fylgt tíu tapleikir í röð. Aðstoðarþjálfari liðsins, Johnny Davis, mun taka við stjórn liðsins af Rivers.

*RIVERS hóf ferilinn hjá Orlando með glæsibrag en á sínu fyrsta tímabili, 1999-2000, var hann útnefndur þjálfari ársins og sá fyrsti í sögu NBA sem hlýtur þann heiður þrátt fyrir að hafa ekki komið liði sínu í úrslitakeppnina. Rivers, sem lék í 13 ár í NBA-deildinni með Atlanta, LA Clippers, New York Knicks og SA Spurs, stjórnaði liði Orlando til sigurs í 171 leik en tapleikirnir urðu 168.

*DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, segir það lífnauðsynlegt fyrir félagið að fá til sína nokkra nýja leikmenn þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar. "Ef við ætlum að hanga uppi í úrvalsdeildinni verðum við að fá liðsstyrk. Birmingham var í sömu stöðu og við í fyrra en félagið keypti Christophe Dugarry, Matthew Upson, Jamie Clapham og Stephen Clemence í janúar og það breytti öllu," segir Jones.

*KIERON Dyer og Jonathan Woodgate, tveir af lykilmönnum Newcastle, eru búnir að ná sér af meiðslum og verða með í leik Newcastle á móti Manchester City á laugardaginn.

*CAMILLA Andersen, önnur þekktasta handknattleikskona Danmerkur og margfaldur verðlaunahafi með landsliðinu á síðasta áratug síðustu aldar, afþakkaði að taka sæti í danska landsliðinu sem tekur þátt í HM í Króatíu í næsta mánuði. Margir leikmenn danska liðsins eru meiddir um þessar mundir og því ákvað Jan Pytlick landsliðsþjálfari að tala við Andersen sem leikur með Slagelse. Andersen hætti með landsliðinu eftir síðustu Ólympíuleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant