Ný íslensk mynd, Proximitas, frumsýnd í Háskólabíói

Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður er leikstjóri kvikmyndarinnar Proximitas sem frumsýnd verður í kvöld í Háskólabíói. Proximitas er latneskt orð sem merkir "náin tenging" enda segir Ólafur að þetta sé mannúðleg og heimspekileg mynd um lífið. Myndin gerist annars vegar hér heima á Íslandi og hins vegar á Indlandi og margir nafntogaðir sem og minna frægir koma þar við sögu.

„Ég gæti nefnt Gunnar Dal heimspeking, Þráin Bertelsson rithöfund og Magnús Sigurðsson netagerðarmann og eru þá margir ónefndir," segir Ólafur. "Fyrir nú utan allt fólkið á Indlandi, frá forsætisráðherra fátækrahverfis til betlara. Þó allt fólkið í myndinni komi úr ólíkum menningarheimum þá á það samt ýmislegt sameiginlegt, myndin sýnir fram á það. Ég geng út frá "nálægðinni" og leitast við að finna í fólki það sem gerir okkur mannleg og tengir okkur saman, þrátt fyrir miklar fjarlægðir. Ég hef manneskjuna í forgrunni og skoða hana í ljósi drauma, vona, minninga og hverdagsleikans."

Ólafur bætir við að myndin hafi lengi verið í þróun og tekið miklum breytingum á þeim tíma. "Þegar ég heyrði sjálfur fyrst hugmyndina að þessari mynd inni í hausnum á mér, þá fannst mér ég bilaður og var viss um að ég dræpi áhorfendur úr leiðindum. Þess vegna lagði ég svo mikla áherslu á að hún væri skemmtileg og einlæg. Það er því höfuðáhersla að myndin sé þessum kostum búin, því maður nær ekki til áhorfenda nema í gegnum hjartað."

Ólafur segir Proximitas ekki vera heimildamynd í venjulegum skilningi. "Sýn leikstjórans, það er að segja mín, er mjög fyrirferðarmikil í allri gerð myndarinnar og ég gerði það sem mér sýndist og var óhræddur við að brjóta reglur. En við lögðum mikla áherslu á að klippingar, hljóðvinnsla og annað slíkt væri unnið mjög fagmannlega og settum standardinn í hæstu hæðir í allri vinnslu, því við ætlum að spígspora erlendis með myndina á sýningar sem skrautfjöður fyrir kvikmyndafyrirtækið okkar og þá gengur ekki að vera með einhver amatöravinnubrögð." Ólafur segir aðstandendur hafa fengið mjög gott fólk með sér við myndgerðina og nefnir þar Þorvald Þorsteinsson, hljómsveitina Sigur Rós sem leyfði þeim að nota lag frá sér í myndinni og eins hafi tónlistarvinnslan verið í höndum Pavel E. Smid og Halls Ingólfssonar sem séu mjög færir á sínu sviði. "Þannig gæti ég haldið áfram að telja endalaust upp frábært og fært fólk sem kom að gerð þessarar myndar en við erum rúmlega tíu manns sem erum meðlimir kvikmyndafélagsins POPPOLI sem ég stofnaði síðastliðið vor ásamt Ragnari Santos framleiðanda, en þá höfðum við verið að vinna í þessum bransa í átta ár. Benedikt Jóhannesson, litli bróðir minn, hefur líka nýlega bæst í hópinn og í honum er mikil liðveisla." Fram undan hjá POPPOLI kvikmyndafélaginu eru spennandi hlutir, þau hafa fengið framleiðslustyrk til að gera kvikmynd um sögu Bubba Morthens, sem ber vinnuheitið Blindsker. Eins hafa þau fengið handritastyrk að kvikmyndinni Stóra planið sem fjallar um íslenskan misskilinn listamann sem rukkar dópskuldir.

www.poppoli.com

khk@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant