Blaðinu hefur borist eftirfarandi tilkynning frá skipuleggjendum Sugababes-tónleikanna:
„Idol-sigurvegarinn Kalli Bjarni mun ekki hita upp fyrir Sugababes 8. apríl í Laugardalshöll eins og áður hafði verið tilkynnt.
Tónleikahaldarar og umboðsmaður Kalla Bjarna náðu ekki saman um ýmis atriði og var því ákveðið í mesta bróðerni að breyta áætlununum. Eins og áður hafði verið tilkynnt munu Skytturnar frá Akureyri vera aðalupphitunaratriði tónleikanna. Það tilkynnist hér með að önnur Idol-stjarna, Anna Katrín, sem er einmitt líka frá Akureyri, mun koma fram ásamt félögum sínum í Skyttunum og taka lagið með þeim ... Það hefur lítið sést til Önnu Katrínar eftir Idol-keppnina og hérna er tækifæri fyrir fjölmarga aðdáendur hennar að sjá hana koma fram í stærsta tónleikasal landsins og mögnuðu hljóð- og ljósakerfi."