Leoncie farin

Leoncie.
Leoncie.
Tónlistarkonan Leoncie sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis um helgina að hún væri komin í sambönd við erlenda tónlistarmenn og að hún ætlaði sér að flytja frá Íslandi til þess að vinna betur í þeim málum sínum.

Í tilkynningunni segist hún búin að skrifa undir "risa plötusamning" og að fyrsta platan verði gefin út næsta sumar. Hún segist eiga í samstarfi við bandaríska, breska, kanadíska og indverska upptökustjóra og lagahöfunda og að það gangi mjög vel. Auk þess segist hún búin að semja tvö ný lög og búin að gera þrjú myndbönd við lögin "Killer in the Park", "Wrestler", og "Radio Rapist". Hún segist nú stödd á Íslandi, "að pakka og tilbúin að fara". Hún biður að heilsa.