Nýjasta tækni og vísindi rennur sitt skeið á enda

Merkilegum hluta sögu sjónvarps á Íslandi lýkur í kvöld þegar síðasti þátturinn úr röðinni Nýjasta tækni og vísindi verður sendur út.

Þátturinn hefur nú verið sýndur í Sjónvarpinu frá árinu 1967, en það var Örnólfur Thorlacius sem sá einn um hann fyrstu sjö árin. Örnólfur hafði verið áður með þátt í Útvarpinu sem fjallaði um tækni og vísindi. Á öðru ári Sjónvarpsins var hann síðan beðinn um að taka að sér þátt sem hét Nýjasta tækni og vísindi.

Árið 1974 kom Sigurður H. Richter til liðs við hann og sáu þeir saman um þáttinn næstu sex árin, eða til 1980, en þá var Örnólfur skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Hefur Sigurður séð um þáttinn síðan, eða í tuttugu og fjögur ár. Ljóst er að "Nýjasta tækni og vísindi" er elsti dagskrárliður Sjónvarpsins, fyrir utan fréttir.

Fræðsluefni víða að

"Mér fannst að nú í vor væru heppileg tímamót, þar sem ég væri búinn að sjá um þáttinn í þrjátíu ár," segir Sigurður H. Richter dýrafræðingur sem undanfarna áratugi hefur miðlað rannsóknum og uppfinningum vísindamanna við háskóla og aðrar vísindastofnanir víða um heim, inn í stofur landsmanna.

Á þessum þrjátíu og sjö árum sem þættirnir hafa verið í sýningum hafa margir spennandi hlutir birst á skjánum í boði þeirra Sigurðar og Örnólfs. "Þar má nefna tölvubyltinguna sem dæmi, en fyrir þrjátíu og sjö árum voru engar borð- og heimilistölvur til. Það er spennandi að fylgjast með þessu öllu, til dæmis eins og geimferðum og geimvísindum og hinu og þessu sem hefur komið fram í gegnum árin. Svo er fullt af öðrum smærri uppfinningum og tækniframförum sem eru mjög spennandi," segir Sigurður, sem segir ekki einungis uppfinningar hafa komið í þáttunum, heldur einnig fræðslumyndir almennt um hin ýmsu fræðasvið, allt frá fornleifauppgröftum upp í stjarnfræði og hitt og þetta sem hefur verið fjallað um í gegnum tíðina. "Við höfum fengið myndir víða að úr heiminum um fjölbreytilegustu viðfangsefni."

Íslendingar hafa í gegnum tíðina þust að skjánum þegar lag þáttarins hljómar. Nokkrum sinnum hefur þó verið skipt um lag þáttarins. Undanfarin ár hefur lag þáttarins verið eftir íslensku sveitina TWorld, en það var samið sérstaklega fyrir þáttinn.

Undanfarin ár hefur þátturinn, og Sigurður sjálfur, verið reglulegur skotspónn æringjanna á Stöðinni og segist Sigurður hafa haft gaman að því í gegnum árin. "Það má eiginlega segja það að ég muni sakna þess, þetta hefur verið græskulaust gaman og ég hef haft mjög gaman að því," segir Sigurður að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Endurfundir, fjölskylduheimsóknir og samskipti við ættingja taka sinn tíma um þessar mundir. Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást, ver maður minni orku í að klára þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Endurfundir, fjölskylduheimsóknir og samskipti við ættingja taka sinn tíma um þessar mundir. Ef maður nálgast viðfangsefni sín af ást, ver maður minni orku í að klára þau.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler