Forrétturinn festist í hálsi Kidman

Nicole Kidman.
Nicole Kidman. AP

Illa fór fyrir kvikmyndastjörnunni Nicole Kidman nýlega þegar hún var að borða á veitingahúsi í New York og biti af steiktu grænmeti festist í hálsi hennar.

Kidman var á veitingahúsinu Spice Market og nartaði í steikt grænmeti sem hún fékk sér í forrétt á meðan hún beið eftir vinum sínum sem ætluðu að borða með henni. Þar sem hún sat ein gerðu viðstaddir sér ekki grein fyrir því strax að það stóð í Kidman en á endanum sá þjónn í veitingahúsinu hvers kyns var. Hann beitti svonefndu Heimlich-taki og bitinn losnaði.

Fjölmiðar höfðu eftir sjónarvottum að þjónninn hefði bjargað lífi Kidmans og þegar vinir hennar komu heyrðist hún segja þeim frá raunum sínum. Hún reyndi síðan að gefa þjóninum jafnvirði 40 þúsund króna í þjórfé þegar hún yfirgaf veitingastaðinn en þjóninn neitaði að taka við fénu og sagðist aðeins hafa verið að gera skyldu sína.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að reyna að hvíla þig eitthvað í dag, því þú hefur satt að segja gengið ansi nærri þér. Einhver gæti komið með áhugaverða uppástungu að stuttu ferðalagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Shari Lapena
3
Fífa Larsen
4
Yrsa Sigurðardóttir
5
Lars Kepler