Skaut sig í fótinn á fyrirlestri um byssur og öryggi

Fíkniefnalögreglumaður í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum skaut sjálfan sig í fótinn þegar hann ræddi um öryggi og byssur við hóp barna en lögregla segir að um slys hafi verið að ræða.

Yfirmenn mannsins eru þó enn að rannsaka málið. Maðurinn talaði fyrir hópi 50 fullorðinna og barna 9. apríl sl. þegar atvikið átti sér stað.

Maðurinn dró fram 40 kalibera byssu sem hann notar í starfi sínu og fjarlægði skothylkið. Síðan dró hann sleðann aftur og bað viðstadda að horfa inn í byssuna og staðfesta að hún væri ekki hlaðinn.

Sjónarvottar segja að þegar lögreglumaðurinn sleppti sleðanum hafi skot hlaupið af og hafnað í vinstra læri. Byssunni var beint niður í gólfið.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að meiðslum hans. Hann er farinn að vinna á ný.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.