Jennifer Lopez giftir sig

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AP

Kvikmyndaleikkonan og söngkonan Jennifer Lopez giftist söngvaranum Marc Anthony í látlausri athöfn á heimili hennar í Beverly Hills í Kalíforníu í gær en hálft ár er liðið frá því slitnaði upp úr trúlofun hennar og leikarans Bens Afflecks.

Þetta var þriðja hjónaband Lopez. Hún giftist þjóninum Ojani Noa árið 1997 og dansaranum Cris Judd árið 2001 en hvorugt hjónabandið entist lengi. Anthony skildi við Dayanara Torres í síðustu viku. Þau giftu sig árið 2000 og eignuðust tvo syni.

Mun minna hefur farið fyrir sambandi Lopez og Anthonys en sambandi þeirra Lopes og Afflecks. Þau höfðu áformað að gifta sig en hættu við á síðustu stundu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir