Sean Connery langar á Ólympíuleikana

Sean Connery og Micheline kona hans.
Sean Connery og Micheline kona hans. AP

Leikarinn góðkunni, Sean Connery, sagði í dag að hann myndi reyna að haga vinnu sinni þannig á næstunni, að hann kæmist á Ólympíuleikana í Aþenu, sem fram fara dagana 13 - 29. ágúst í sumar. Connery sem staddur er í Aþenu til þess að kynna list konu sinnar, hitti skipuleggjendur leikanna og ferðaðist um Ólympíusvæðið. Skoðaði hann meðal annars Ólympíuleikvanginn.

„Mig langar mikið til að koma á leikana,“ sagði hann við blaðamenn eftir að hann og Micheline kona hans höfðu hitt framkvæmdastjóra skipulagsnefndar Ólympíuleikanna. „Ég er viss um að þeir lukkast vel af því þeir verða öðruvísi, því Grikkland er öðruvísi,“ bætti hann við.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem er að glepja þig þessa dagana en þú verður að taka á honum stóra þínum og sinna þínum störfum.