Scarlett Johansson í næstu mynd Woody Allen

Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson. AP

Leikkonan unga, Scarlett Johansson mun koma í stað Kate Winslet, sem sló í gegn í myndinni Titanic, í nýrri mynd leikstjórans Woody Allen. Winslet, sem er 29 ára, tilkynnti í síðustu viku að hún myndi ekki geta leikið í myndinni því hún vildi eyða meiri tíma með tveimur börnum sínum. Því þurfti Allen að finna aðra stjörnu í hlutverk það er ætlað var Winslet.

Blaðið Daily Variety, sem þykir biblía skemmtanaiðnaðarins, hefur greint frá því að Allen hafi valið Johansson, sem er aðeins 19 ára, í hlutverkið. Johansson þykir vera leikkona á uppleið en í fyrra lék hún í myndum á borð við „Lost in Translation“ og „Girl With a Pearl Earring.“

Tökur á nýju myndinni, sem hefur ekki enn fengið titil, munu hefjast í Bretlandi í október. Framleiðslukostnaður myndarinnar er metinn á um 15 milljónir dollara eða um milljarð íslenskra króna.

Ekki hefur enn verið greint frá því um hvað myndin fjalli, en Variety segir að hún muni taka á lífi fína fólksins í London og að Johansson eigi að leika Holly, opinskáa og kynþokkafulla unga konu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson