40 ár liðin frá frumsýningu fyrstu Bítlamyndarinnar

Paul McCartney yfirgefur Sony kvikmyndahúsið í Lundúnum með eintak af …
Paul McCartney yfirgefur Sony kvikmyndahúsið í Lundúnum með eintak af Hard Day's Night á DVD diski. AP

Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því fyrsta Bítlakvikmyndin, A Hard Day's Night, var frumsýnd. Paul McCartney, einn af bresku Bítlunum fjórum, horfði af þessu tilefni á myndina í dag ásamt Heather Mills, eiginkonu sinni, og en kvikmyndin er gefin út í þessari viku á DVD diski með aukaefni sem tengdist myndinni og lífi Bítlanna árið 1964.

McCartney, sem er 62 ára, sagðist hafa haft gaman af fyndinni og viðurkenndi að hann hefði ekki horft á hana í heild frá því myndin var frumsýnd. Þá sagði hann að Heather hefði aldrei fyrr séð myndina alla heldur aðeins brot úr henni.

McCartney hitti einnig í dag nokkra þeirra sem komu að gerð myndarinnar á sínum tíma en hún fjallar um ýmis ævintýri sem þeir John, Paul, George og Ringo lenda í þegar þeir undirbúa sjónvarpsþátt.

„Þetta vekur upp minningar. Það var frábært að sjá myndina aftur," sagði McCartney og bætti við að það væri sorglegt að þeir John og George væru ekki lengur á lífi. John Lennon var myrtur árið 1980 og George Harrison lést af völdum krabbameins árið 2001.

A Hard Day's Night naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma og þykir hafa staðist vel tímans tönn. Í myndinni flytja Bítlarnir 12 lög, þar á meðal Can't Buy Me Love, She Loves You og A Hard Day's Night.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.