McCartney sagður ætla að flytjast til Hollywood að ósk konu sinnar

Paul McCartney og Heather Mills McCartney.
Paul McCartney og Heather Mills McCartney. AP

Paul McCartney er sagður ætla að flytjast til Hollywood svo kona hans, Heather Mills McCartney geti orðið sjónvarpsstjarna. Hermt er að bítillinn fyrrverandi hafi látið undan þrýstingi konu sinnar, sem hefur áhuga á að verða spjallþáttastjórnandi. Samkvæmt heimild blaðsins Mail On Sunday elskar Paul Heather og mun fylgja henni hvert sem er. Hann hafi samþykkt að fylgja henni til Bandaríkjanna þar sem hún muni einbeita sér að ferli sínum.

Ekki er ljóst hvort Paul hefur rætt áform þeirra hjóna við börn sín. Er þar sérstaklega vísað til dótturinnar Stellu, sem er tískuhönnuður, en hún er sögð hafa átt í deilum við stjúpmóður sína.

„Það versta yrði ef börnin héldu að hún væri að reyna að fá Paul til að flytjast frá Bretlandi fyrir fullt og allt. Hlutirnir eru rétt að skána. Stella, sem hefur aldrei verið sérlega hrifin af Heather, hefur átt betri samskipti við hana að undanförnu,“ segir fjölskylduvinur.

Heather er sögð vera nálægt því að tryggja milljón dollara samning um að stjórna eigin spjallþætti á kapalstöðinni CNN. Viðtalstækni hennar vakti athygli framleiðenda í Hollywood þegar hún var staðgengill þáttastjórnandans Larry King í fjórum þáttum fyrr á árinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.