Newman vildi vera aðeins yngri

Paul Newman klifrar um borð í Corvettu sína við upphaf …
Paul Newman klifrar um borð í Corvettu sína við upphaf mótsins í Lime Rock-garði í Lakeville í Connecticut. ap

Bandaríski leikarinn Paul Newman hefur aldrei losnað við kappakstursdelluna og um helgina mætti hann til leiks í götubílarall sem fram fór í Lime Rock-garði í Lakeville í Connecticut. Sýndi hann góða takta þótt á 80. aldursári sé en komst ekki alla leið á mark vegna bilunar í gírkassa.

Newman var meðal þriggja fremstu í rallinu þegar gírkassinn gaf sig í Corvettunni hans, en hún bar númerið 79 og var því ætlað að minna á aldur leikarans. Voru þá aðeins eftir um 15 mínútur af kappakstrinum.

Stjarna „Butch Cassidy“-myndarinnar komst lítt eftir það en varð á endanum í 15. sæti af 19 þátttakendum. „Ég naut kappakstursins allt þar til gírkassinn byrjaði að gefa sig en eftir það var bíllinn reikull í spori,“ sagði Newman.

Þar sem Chevrolet-bíll Newmans komst fyrst í gegnum skoðun fyrir keppnina fékk hann að hefja kappaksturinn af ráspól. „Ég er að verða of gamall fyrir þetta, ef ég bara væri ekki nema 75 ára aftur þá hefði ég verið talsvert hraðskreiðari,“ sagði kvikmyndastjarnan fræga sem gert hefur sér það til dundurs að keppa öðru hverju í kappakstri.

Newman hefur um dagana keppt í nokkrum af helstu sportbílamótum Bandaríkjanna, meðal annars í sólarhringskappakstrinum árlega í Daytona á Flórída.

Paul Newman á ferð í keppninni en bíll hans ber …
Paul Newman á ferð í keppninni en bíll hans ber númerið 79 til marks um aldur ökuþórsins. ap
Paul Newman á ferð í keppninni en bíll hans ber …
Paul Newman á ferð í keppninni en bíll hans ber númerið 79 til marks um aldur ökuþórsins. ap
Paul Newman klifrar um borð í Corvettu sína við upphaf …
Paul Newman klifrar um borð í Corvettu sína við upphaf mótsins í Lime Rock-garði í Lakeville í Connecticut. ap
Leikarinn og ökuþórinn Paul Newman var ánægður eftir upphitunarakstur fyrir …
Leikarinn og ökuþórinn Paul Newman var ánægður eftir upphitunarakstur fyrir mótið í Lime Rock-garði í Lakeville í Connecticut. ap
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.