Scarlett Johansson nýtt andlit Calvins Kleins

Scarlett Johansson
Scarlett Johansson AP

Nýstirnið Scarlett Johansson hefur verið valin andlit nýrrar línu hjá Calvin Klein snyrtivörufyrirtækinu. Johansson sló í gegn í kvikmyndinni Lost in Translation þar sem hún lék á móti Bill Murray. Scarlett mun birtast í auglýsingum og kynningarbæklingum Calvin Klein fyrir hina nýju línu fyrirtækisins fyrir konur, Eternity Moment, sem mun verða kynnt til sögunnar í september.

Að sögn talsmanns snyrtivörufyrirtækisins varð Johansson fyrir valinu þar sem hún sé lýsandi fyrir það sem ungar konur sækist eftir um þessar mundir, sjálfstæði, sjálfstraust og kraft.

Leikarinn Trent Ford mun leika á móti Scarlett í sjónvarpsauglýsingu, sem mun koma fyrir sjónir áhorfenda innan tíðar. Johansson segir að árið hafi verið heilt ævintýri fyrir sig og að þessi auglýsingaherferð sé toppurinn. „Mér er sýndur heiður og ég er jafnframt undrandi,“ sagði þokkadísin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er komið að því eftir langa mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.