Miðar á útgáfutónleika Nylon seldust upp á klukkutíma

Nylon.
Nylon. mbl.is

Miðar á útgáfutónleika Nylon í Smáralind 4. nóvember seldust uppá innan við klukkutíma en miðarnir fóru í sölu klukkan 12:00 á hádegi í dag. Ákveðið hefur verið að halda auka tónleika kvöldið eftir sem er föstudagskvöldið 5. nóvember. Þeir tónleikar verða einnig í Smáralind.

Platan 100% Nylon er væntanleg í verslanir þann 28. október næstkomandi. Platan inniheldur 11 lög sem flest eru eftir Einar Bárðarson og Friðrik Karlsson og þau Einar og Alma Guðmundsdóttir, ein Nylon-stúlknanna, sömdu textana. Á plötunni er einnig að finna tvö eldri lög sem Nylon gáfu nýtt líf í sumar, en þau eru, Lög unga fólksins eftir þá Dr. Gunna og Þór Eldon og Einhvers staðar einhvern tímann aftur eftir Magnús Eiríksson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er um að gera að leita álits annarra, þótt þú sért viss í þinni sök. Líttu fyrst í eigin barm áður en þú leitar orsakanna hjá öðrum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Ragnheiður Jónsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes