Lögregla bjargar sundlaugarverði úr klóm væntanlegrar brúðar í gæsapartíi

Líklega frægasti
Líklega frægasti "sundlaugarvörður" í heimi.

Lögregla í Suður-Þýskalandi kom sundlaugarverði til bjargar í gæsapartíi þegar væntanleg brúður reyndi að þröngva honum til kynmaka. Brúðurin, sem er 25 ára, króaði manninn af inni á skrifstofu og reyndi að rífa hann úr fötunum.

Frá þessu greinir Ananova.com og hefur eftir þýska blaðinu Bild.

Í ljós kom að brúðurin var bláedrú, en hún tjáði lögreglunni að sig hefði „bara langað til að gera það með einhverjum í síðasta sinn fyrir brúðkaupið“.

Henni hafði tekist að lokka sundlaugarvörðinn inn í herbergi þar sem óskilamunir voru geymdir, þegar gæsapartíið brá sér í sund. Atvikið átti sér stað í Schweinfurt í Bæjaralandi.

„Hún lokaði dyrunum og án frekari málalenginga reyndi hún að klæða manninn úr,“ sagði talsmaður lögreglunnar við Bild. Samstarfsmaður varðarins heyrði hann kalla á hjálp og hringdi í lögregluna.

Væntanleg brúður var látin laus og lögreglan ákvað að gefa nafn hennar ekki upp til þess að stofna ekki væntanlegu hjónabandi í hættu.

„Við létum hana bara lofa því að haga sér vel og keyra beinustu leið heim,“ sagði talsmaður lögreglunnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.