Einn aðalleikarinn í Law and Order látinn

Jerry Orbach.
Jerry Orbach. AP

Jerry Orbach, sem hefur leikið eitt aðalhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Law & Order lést í gærkvöldi, 69 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli. Orbach hafði áður gengist undir læknismeðferð vegna meinsins en hún bar ekki árangur.

Orbach lék lögreglumanninn Lennie Briscoe í sjónvarpsþáttunum í 12 ár. Verið var að hefja framleiðslu á nýrri sjónvarpsþáttaröð, sem tengjast Law and Order, og var Orbach að hefja leik í þeim þegar hann greindist með krabbameinið. Til stóð að hefja sýningar á nýju þáttunum snemma á næsta ári.

Orbach var þekktur sviðsleikari og lék einkum í söngleikjum, þar á meðal Chicago, Carnival og Promises, Promises sem hann fékk Tony-verðlaun fyrir. Þá lék hann einnig í kvikmyndum, svo sem Dirty Dancing og Crimes and Misdemeanors.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvert mál, sem veldur þér þungum áhyggjum. Reyndu að beina athyglinni að björtu hliðum lífsins og mundu að fæst orð bera minnsta ábyrgð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Laila Brenden
3
Liza Marklund
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Ragnheiður Gestsdóttir