Sigurður Sigurjónsson leikstýrir skaupinu í kvöld

Kjartan Guðjónsson, Halldór Gylfason og Þröstur Leó Gunnarsson eru á …
Kjartan Guðjónsson, Halldór Gylfason og Þröstur Leó Gunnarsson eru á meðal þeirra sem dansa lítið í skaupinu í kvöld.

Siggi Sigurjóns fékk erfiðustu spurningu sem leikstjóri áramótaskaups getur fengið í lok desember: Hverju má þjóðin eiga von á? "Við vonum að þjóðin fái nú áramótaskaup við sitt hæfi. Það sem hún á skilið. Ég get lofað því að það er býsna fjölbreytt; víða komið við og óvenjubreiður hópur sem birtist á skjánum."

Verður töluvert um söng- og dansatriði?

"Nei, það verður lítið um dans, honum verður haldið í algjöru lágmarki. Það verða heldur ekki beint sungnar gamanvísur, en það verður talsverð tónlist, með svolítið öðruvísi sniði en við þessir sem tengjumst Spaugstofunni erum þekktir fyrir."

Þú ert alveg óhræddur við dóm þjóðarinnar, sem oft er óvæginn?

"Já, ég þekki það af eigin reynslu, bæði hef ég oft tekið þátt í gerð skaupsins áður og svo fylgst með utan frá eins og aðrir. Þjóðin er svolítið kröfuhörð, enda á hún að vera það. Ég fer alveg óhræddur í þetta, en veit auðvitað að það verður deilt um áramótaskaupið fram í mars, hvernig sem gengur."

Þetta er kannski svipað starf og að vera knattspyrnustjóri í ensku knattspyrnunni, eða landsliðsþjálfari?

"Já, sennilega mjög svipað. Ísinn getur verið mjög þunnur um áramótin. En þetta er hins vegar mjög ögrandi og skemmtilegt verkefni. Þetta er þjóðarsport, að hafa skoðun á skaupinu."

ivarpall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.